Dagskrá:
- Afgreiðslur frá síðasta fundi.
- Umsóknir um félagslega liðsveislu.
- Umræða um stuðningsfjölskyldur.
- Kynning á Aflinu á Akureyri.
- Umræða um ofbeldi á heimilum.
- Jafnréttismál.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
- Lagðar fram afgreiðslur fjölskyldusviðs frá síðasta fundi, sjá trúnaðarbók.
- Umsóknir um félagslega liðveislu, sjá trúnaðarbók.
- Umsóknir og endurnýjun umsókna um stuðningsfjölskyldur hjá barnaverndinni er tekin gild hjá félagsmálaráði.
- Starfsmaður og ráðgjafi hjá Aflinu á Akureyri komu í heimsókn í félagsþjónustuna til okkar og kynntu starfsemi sína. Þau veita ráðgjöf til þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldi, hvort sem er heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi eða annarskonar ofbeldi. Þjónustan er að öllu ókeypis og geta starfsmenn hjá fjölskyldusviði aðstoðað fólk við að hafa samband við þau ef óskað er.
- Mikil umræða hefur verið hjá fagfólki um allt land um ofbeldi inn á heimilum og eru ýmis átaksverkefni í gangi. Sviðsstjóri situr í einum hópi ásamt félagsmálastjórum í austursýslunni og í Skagafirði þar sem verið er að vinna verkferla í þessum málum í samvinnu við lögregluna á svæðinu.
- Sviðsstjóri ásamt sveitastjóra sóttu landsfund um jafnréttismál í Stykkishólmi. Ýmis erindi voru á dagskrá þar á meðal hvernig er jafnrétti háttað í ykkar sveitarfélögum og sagði sveitastjóri frá kynjaskiptingu í nefndum, nýafstöðnum kosningum í nemendafélag Grunnskóla Húnaþings vestra og fleira.
Formaður leggur til að boðið verður uppá fræðslu um jafnréttismál fyrir eldri grunnskólanemendur, foreldra og kennara. Formaður kannar fyrirlesara og ræðir við skólastjóra um tímasetningu og skipulag.
7. Önnur mál.
Húsnæðiskönnun sveitafélagsins fór af stað 25.09.2017 og hafa íbúar sveitarfélagsins tekið vel við sér að svara.
Fundargerð upplesin og fundi slitið kl: 11:15