199. fundur

199. fundur félagsmálaráðs haldinn miðvikudaginn 30. janúar 2019 kl. 13:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Fundinn sátu:

Sigríður Elva Ársælsdóttir, formaður, Guðríður Hlín Helgudóttir , varamaður,  Valdimar Gunnlaugsson, aðalmaður, Sólveig Hulda Benjamínsdóttir, aðalmaður og Davíð Gestsson, aðalmaður.

Starfsmenn

Henrike Wappler og Jenný Þórkatla Magnúsdóttir. 

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir.

Dagskrá:

  1.  Lagðar fram afgreiðslur fjölskyldusviðs frá síðasta fundi.
  2. Farið yfir viðmið í reglum um fjárhagsaðstoð og sérstakan húsnæðisstuðning.
  3. Önnur mál

 

Afgreiðslur:

  1. Lagðar fram afgreiðslur fjölskyldusviðs frá síðasta fundi, sjá trúnaðarbók.

     2. Henrike fór yfir fjárhagsaðstoð og sérstakan húsnæðisstuðning. Hún  kynnti hækkun á fjárhagsaðstoð samkvæmt vísitölu neysluverðs.

     3. Önnur mál.

Sveitarstjóri kom inná fundinn og ræddi við ráðið um þá ákvörðun sveitarstórnar að taka á móti sýrlenskum flóttamönnum.  Opinn kynningarfundur verður haldinn þann 11. febrúar nk. kl. 17:00 í Félagsheimilinu á Hvammstanga.  Þar mun verkefnastjóri frá síðasta verkefni deila reynslu sinni ásamt einstakling sem til landsins árið 2016. Þá munu fulltrúar frá sveitarfélaginu, Rauða krossinum og félagsmálaráðuneytinu vera á fundinum til þess að kynna verkefnið og til að svara spurningum

 

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð upplesin og fundi slitið kl: 14.30

Var efnið á síðunni hjálplegt?