202. Fundur

202. Fundur félagsmálaráðs haldinn mánudaginn 29. apríl 2019 kl. 10:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Sigríður Elva Ársælsdóttir, formaður, Gerður Rósa Sigurðardóttir, aðalmaður,  Valdimar Halldór Gunnlaugsson, aðalmaður,  Sólveig Hulda Benjamínsdóttir, aðalmaður og Davíð Gestsson, aðalmaður.

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, Henrike Wappler

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir

Dagskrá:
1. Lagðar fram afgreiðslur fjölskyldusviðs frá síðasta fundi
2. Lögð fram samstarfsyfirlýsing um samvinnu sveitarstjórnar Húnaþings vestra og Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra í átaki gegn heimilisofbeldi.
3. Jafnréttisáætlun Húnaþings vestra 2019-2023
4. Önnur mál


Afgreiðslur:
1. Lagðar fram afgreiðslur fjölskyldusviðs frá síðasta fundi, sjá trúnaðarbók.
2. Ráðið lýsir ánægju sinni yfir samstarfi við Lögreglustjórann á Norðurlandi vestra í átaki gegn heimilisofbeldi og vísar erindinu áfram til byggðarráðs.
3. Félagsmálaráð skoðar áætlun fyrir 2019 – 2023 og verður hún lög fram til afgreiðslu á næsta fundi ráðsins.
4. Önnur mál.
Umsókn um liðveislu, sjá trúnaðarbók.
Umræða um stöðu á móttöku flóttamanna.

Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerð upplesin og fundi slitið kl: 11.30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?