215. fundur

215. fundur félagsmálaráðs haldinn miðvikudaginn 2. september 2020 kl. 10:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Sigríður Elva Ársælsdóttir, formaður, Gerður Rósa Sigurðardóttir, aðalmaður, Sólveig Hulda Benjamínsdóttir, aðalmaður, Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, varamaður og Davíð Gestsson, aðalmaður.

Starfsmenn

Henrike Wappler, yfirfélagsráðgjafi,
Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri.

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir

 

Afgreiðslur:

  1. Lagðar fram afgreiðslur fjölskyldusviðs frá síðasta fundi, sjá trúnaðarbók.
  2. Umsóknir um fjárhagsaðstoð vegna sérstakra aðstæðna, sjá trúnaðarbók.
  3.  Farið yfir komandi vetur.
  • Hugmynd um að nýta félagsmiðstöðina Oríon meira í vetur fyrir ýmsa starfsemi sem heyra undir félagsþjónustu.
  • Formaður las fundagerð nemendaráðs þar sem nemendaráð hafði fjallað um
    kynfræðslu og möguleika á því að samnýta krafta ólíkra aðila, s.s. ungmennaráðs, fjölskyldusviðs og félagsmiðstöðvar. Félagsmálaráð tekur vel í þessa hugmynd og vísar þessu máli til sviðsstjóra fjölskyldusviðs sem mun vera í samskiptum við grunnskólann.

 

  1. Önnur mál:

Félagsmiðstöð fyrir 60+ fór vel af stað og gekk vel. En eftir að hertar reglur varðandi Covid – 19 var ekki hægt að klára dagskrá sumarsins.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 11:52

Var efnið á síðunni hjálplegt?