235. fundur

235. fundur félagsmálaráðs haldinn miðvikudaginn 6. júlí 2022 kl. 09:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Gerður Rósa Sigurðardóttir, Sólveig Hulda Benjamínsdóttir, Júlíus Guðni Antonsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Kolfinna Rún Gunnarsdóttir.

Starfsmenn

Sigurður Þór Ágústsson, Henrike Wappler.

Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson

Dagskrá:

  1. Farið yfir erindisbréf félagsmálaráðs, lög og reglur kynntar. Sigurður Þór fór yfir erindisbréf og yfirlit yfir lög og reglur sem falla undir ráðið. Minnt á vanhæfi fulltrúa í ráðinu ef svo ber undir. Bent er á hæfisreglur II. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Trúnaðarbók. Lagt til að fundargerð í trúnaðarbók verði prentuð út og límd inn í stað þess að rita hana beint í bókina. Samþykkt samhljóða.
  2. Undirritun þagnarheita. Fulltrúar skrifuðu undir þagnarheit.
  3. Ákvörðun um fundartíma ráðsins. Ákveðið að fundir í félagsmálaráði verði kl. 10:00 síðasta miðvikudag í mánuði að jafnaði. Næsti fundur verður í ágúst.
  4. Lagðar fram afgreiðslur fjölskyldusviðs frá síðasta fundi: a)Fjárhagsaðstoð – sjá trúnaðarbók
  5. Umsóknir um stuðningsþjónustu: a)Ferðaþjónusta fatlaðra – sjá trúnaðarbók. b)Félagsleg liðveisla – sjá trúnaðarbók. c)Sálfræðiaðstoð – sjá trúnaðarbók. d)Stuðningsfjölskylda – sjá trúnaðarbók.

Fundi slitið kl. 10:01.

Var efnið á síðunni hjálplegt?