236. fundur

236. fundur félagsmálaráðs haldinn miðvikudaginn 31. ágúst 2022 kl. 10:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

 Gerður Rósa Sigurðardóttir, Jóhanna Maj Júlíusdóttir Lundberg, Júlíus Guðni Antonsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Kolfinna Rún Gunnarsdóttir.

Starfsmenn

Sigurður Þór Ágústsson.

Henrike Wappler.

Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson

Dagskrá:
1. Lagðar fram afgreiðslur fjölskyldusviðs frá síðasta fundi:
a. Fjárhagsaðstoð – fært í trúnaðarbók
b. Félagsleg heimaþjónusta – fært í trúnaðarbók
c. Umsóknir um stuðningsþjónustu: engar umsóknir til afgreiðslu

2. Úthlutunarreglur leiguíbúða, matsblað vegna íbúða aldraðra.
Lögð fram drög að matsblaði við úthlutun íbúða fyrir aldraðra. Þar er einnig greint hvernig forgangi er háttað í úthlutun. Í matsblaðinu er tilgreint að núverandi íbúar í íbúðum aldraðra geti haft forgang um íbúðir sem losna. Matsblaðið var samþykkt samhljóða.
3. Úthlutun á íbúð í Nestúni 6.
Farið var yfir sjö umsóknir. Félagsmálaráð samþykkir að úthluta Benedikt Jóhannssyni og Ögn Levy Guðmundsdóttir íbúðinni.

4. Starfsáætlun félagsmálaráðs
Farið yfir fyrstu drög að starfsáætlun ráðsins. Verða nánar rædd á næsta fundi.

Fundi slitið kl. 11:34

Var efnið á síðunni hjálplegt?