256. fundur

256. fundur félagsmálaráðs haldinn miðvikudaginn 28. ágúst 2024 kl. 10:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Gerður Rósa Sigurðardóttir, formaður,
Júlíus Guðni Antonsson, aðalmaður,
Kolfinna Rún Gunnarsdóttir, aðalmaður,
Sigurbjörg Jóhannesdóttir, aðalmaður. 

Starfsmenn

Sigurður Þór Ágústsson og Henrike Wappler. 

Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson
1. Athugun á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk á vefsíðum sveitarfélaga - 2404072
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti breytingar á upplýsingum á heimasíðu Húnaþings vestra í kjölfar athugunar Gæða- og eftirlitsstofnunar.
 
2. Fundargerðir farsældarteymis - 2310067
Fundargerðir farsældarteymis lagðar fram til kynningar.
 
3. Frumkvæðisathugun á þjónustu í búsetuúrræðum fatlaðs fólks - 2404097
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti frumkvæðisathugun á þjónustu í búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk. Málið er unnið á fagráðsfundum um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra.
 
4. Úthlutun íbúðar 108 í Nestúni - 2408011
Einn íbúi hefur óskað eftir íbúð 108 og er henni úthlutað til Margrétar Guðmundsdóttur.
 
Félagsmálaráð samþykkir að taka á dagskrá liðinn “Úthlutun á íbúð 101” og fær hann dagskrárnúmerið 5.
5. Úthlutun íbúðar 101 í Nestúni - 2408031
Ekki liggja fyrir óskir íbúa um flutning innanhúss og því er íbúð 101 úthlutað til Hólmfríðar Sigurðardóttur.
 
6. Frumkvæðisathugun á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu - 2403029
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti frumkvæðisathugun Gæða- og eftirlitsstofnunar á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu. Nýjar reglur Húnaþings vestra um stoð- og stuðningsþjónustu eru frá 2023 og standast þau viðmið sem athugunin beinist að.
 
7. Bjartur lífstíll - 2311025
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti upplýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins um hreyfiúrræði fyrir eldri borgara.
 
8. Gott að eldast - 2310068
Henrike Wappler yfirfélagsráðgjafi fór yfir stöðu verkefnisins Gott að eldast. Drög að samningi milli HVE og Húnaþings vestra liggja fyrir og stefnt er að undirritun fljótlega.
 
 
 
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:23
Var efnið á síðunni hjálplegt?