181. fundur

181. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 5. apríl 2017 kl. 15:00 í húsnæði Grunnskóla Húnaþings vestra á Borðeyri.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, G. Kristín Ólafsdóttir varaformaður, Sigrún Waage, aðalmaður, Ingibjörg Auðunsdóttir, aðalmaður og Valdimar Gunnlaugsson, aðalmaður

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir

Dagskrá:

  1. Guðrún Lára Magnúsdóttir leikskólastjóri kynnir skóladagatal skólaárið 2017-2018 og Starfsmannamál leikskólans.
  2. Sigurður Þór Ágústsson skólastjóri í grunnskólanum kynnir breytingar á skólahaldi á Borðeyri næsta skólaár og segir frá hugmyndum að skipulagsbreytingu innanhúss í grunnskólanum.
  3. Önnur mál

 Afgreiðslur:

 

  1. Guðrún Lára mætti á fundin og lagði fram skóladagaltal fyrir skólaárið 2017 – 2018 og var það samþykkt. Starfsmannahald leikskólans rætt  þar sem vantar starfsfólk í skólann.  Verið er að auglýsa eftir starfsfólki og umsóknafrestur er til 10. apríl.
  2. Sigurður Þór Ágústsson skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra mætir á fundinn og Guðrún Lára sat fundinn einnig undir þessum lið. Eftir komu skólastjóra tók fræðsluráð fyrst fyrir erindi sem byggðarráð vísaði til fræðsluráðs og innihélt tillögu um niðurlagningu leik- og grunnskólahalds á Borðeyri að loknu yfirstandandi skólaári. Skólastjóri fór yfir málið frá ýmsum hliðum og sagði að nú lægi ljóst fyrir að á næsta skólaári yrðu aðeins þrjú börn sem myndu sækja skóla á Borðeyri. Þegar svo fátt væri orðið í skólabarnahópi væri varla forsvaranlegt að halda úti starfsstöð lengur. Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu byggðaráðs enda er hún í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar á 262. fundi sínum frá 26. nóvember 2015 að skólastarfi yrði ekki haldið úti á Borðeyri ef fjöldi nemenda færi niður fyrir sex talsins. Hins vegar telur fræðsluráð fulla ástæðu til að endurskoða þessa ákvörðun ef breyttar aðstæður gefa tilefni til þess að taka upp skólahald á Borðeyri að nýju.

  Sigurður kynnti fyrir ráðinu þær umræður og tillögur sem hafa komið fram vegna bókunar 1 í kjarasamningi kennara og snúa að      skipulagi innanhúss í grunnskólanum.  Fræðsluráð lýsir sig jákvætt fyrir þeim tillögum sem Sigurður kynnti og hvetur til þess að frekari  skoðun og vinna fari fram um málið.

 

      3. Önnur mál.

Jenný sagði frá ungmennaráðstefnu UMFÍ sem haldin verður á Laugarbakka 5. – 7. apríl og ber yfirskriftina: Ungt fólk og lýðræði. Óskar fræðsluráð þeim góðsgengis og að þau njóti veru sinnar á Laugarbakka.

Jenný upplýsti fundarmenn um að þjónustukönnun um tónlistarskólann hafi verið send til foreldra og fullorðna nemenda skólans.

 

Ekki fleira tekið fyrri fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 16.30

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?