182. fundur

182. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 3. maí 2017 kl. 16:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, G. Kristín Ólafsdóttir varaformaður, Ingibjörg Auðunsdóttir, aðalmaður og Valdimar Gunnlaugsson, aðalmaður. Þorsteinn Guðmundsson, varamaður.

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir
  1. Skólastjóri kynnti tillögur um nýtingu húsnæðis og færslu á matsal niður í Félagsheimilið Hvammstanga. Fræðsluráð gerir ekki athugasemdir við tillögur skólastjórnenda um færslu mötuneytis en tekur undir það að kalla eftir athugasemdum og öðrum tillögum frá foreldrum á foreldrafundi og rafrænt, til að sem skýrust mynd komi af afstöðu foreldra til tillagnanna. Fræðsluráð leggur jafnframt áherslu á að öryggismál við Hvammstangabraut verði tryggð með fullnægjandi hætti.  

Skólastjóri leggur til breytingu á skóladagatali 2017 – 2018 að íþróttadagur verður ekki tvöfaldur dagur og skólaslit verði þess í stað á laugardegi 2. júní. Fræðsluráð samþykkir tillöguna.

  2.Sviðsstjóri sagði frá niðurstöðum úr þjónustukönnun tónlistarskólans. Niðurstaðan er í meginatriðum góð en fræðsluráð felur sviðsstjóra að kalla tónlistarskólastjóra á næsta fund til að fara yfir niðurstöðurnar saman. 

 

 3. Önnur mál.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 17.10

 

 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?