200. fundur

200. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 29. maí 2019 kl. 15:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Fundinn sátu:      
Jóhann Albertsson, formaður, Júlíus Guðni Antonsson, aðalmaður, Elín Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður, Þorsteinn Guðmundsson, aðalmaður, og Inga Auðunsdóttir, aðalmaður

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs. 

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir.

Dagskrá:

  1. Staða umsókna og ráðningar við skóla sveitarfélagsins.
  2. Sigurður skólastjóri Grunnskólans mætir og fer yfir skóladagatal.
  3. Erindisbréf fyrir fræðsluráð.
  4. Heimsókn í Reykjaskóla um kl. 17.00
  5. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

  1. Farið var yfir stöðu á ráðningum í skólum Húnaþings vestra. Full vinna er í gangi við að ráða í þær stöður sem auglýstar voru til umsóknar í leik- grunn- og tónlistarskólanum.
  2. Sigurður mætti á fundinn og lagði fram skóladagatal fyrir árið 2019 – 2020. Ráðið samþykir skóladagatalið með tilliti til áorðinna breytinga. 
  3. Ráðið gerir ekki athugasemdir við drög að erindisbréfi.
  4.  Heimsókn í Reykjaskóla kl. 17:00.
  5. Önnur mál:
    1. Skóladagatal leikskólans fyrir skólaárið 2019-2020 lagt fram og samþykkt.
    2. Elinborg mætti á fundinn og sagði frá að skráning í tónlistarskólann hafi gengið vel einnig starfið síðasta skólaár. Formaður fræðsluráðs þakkað Elinborgu fyrir gott starf undandfarin ár í þágu tónlistar og menningar í Húnaþingi vestra. Ráðið tók undir það.    
    3. Sigurður sagði frá breytingu á stundaskrá þar sem hún var sett niður með tillit til list og verkgreina á unglingastigi og vegna styttingu biðtíma yngri nemenda.
    4. Samkvæmt 3. grein erindisbréfs fræðsluráðs, ber ráðinu að veita sveitastjórn umsögn um ráðningu skólastjórnenda.  Ráðið felur formanni ráðsins og sviðsstjóra að meta starfsreynslu og menntun umsækjenda um stöðu skólastjóra við Tónlistarskóla Húnaþings vestra og gefa sveitastjórn umsögn á grundvelli þess mats. 

 

 

Fræðsluráð Húnaþings vestra.

Fleira ekki tekið fyrir.

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

 

 

Fundi slitið kl. 17.30 en að fundi loknum fór ráðið í vettvangsheimsókn  Skólabúðirnar á Reykjum.  

Var efnið á síðunni hjálplegt?