203. fundur

203. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 2. október 2019 kl. 15:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Jóhann Albertsson, formaður, Júlíus Guðni Antonsson, aðalmaður, Þorsteinn Guðmundsson, aðalmaður, Inga Auðunsdóttir, aðalmaður og Elísa Ýr Sverrisdóttir, varamaður.

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir.

Dagskrá:

  1. Reglur varðandi stuðning við starfsmenn skólana í réttindanámi.
  2. Menntaáætlun fyrir Húnaþing vestra. 
  3. Heilsueflandi samfélag.
  4. Skólaakstur.
  5. Skólareglur
  6. Erindisbréf.
  7. Önnur mál.

Afgreiðslur:

 

  1.      Fræðsluráð hvetur til þess að gerðar verði reglur um stuðning til réttindanáms af hálfu sveitarfélagsins. Ráðið felur skólastjórnendum í leik- og grunnskóla að gera tillögu að slíkum reglum og kynni þær á næsta fundi ráðsins.
  2.      Fræðsluráð tekur undir með skólastjórnendum að mikilvægt sé að heildræn menntaáætlun sé til fyrir sveitarfélagið. Sviðsstjóra falið að ganga í það mál og kanna kostnað á undirbúningi.
  3.    Rætt var um verkefnið Heilsueflandi samfélag og er ráðið sammála um að hvetja  

  sveitastjórn til að hefja vinnu við það.

  4.      Skólastjórnendur kynntu drög að reglum varðandi skólaakstur barna í leikskóla. Ráðið samþykkir reglurnar.

Fræðsluráð hefur skoðað skýrslu Rannsóknanefndar samgönguslysa frá 23. september 2019. Í framhaldi af því felur ráðið skólastjóra grunnskóla að kanna ástand skólabifreiða við skólann með tilliti til þeirra niðurstaða. 

Sigurður sagði frá ábendingum foreldra vegna ferða á vegum skólans þar sem þeir bentu á að enginn skólaakstur væri ef börnin væru að koma eftir að hefðbundnum akstri lyki. Skólastjóri hefur haft samband við lögfræðisvið Sambands íslenskra sveitarfélaga og bíður eftir svari frá því varðandi skyldur sveitarfélagsins.

 5.      Skólastjóri kynnti ný þrep í forföllum nemenda sem hafa verið sett inn í skólareglur skólans. Skólareglur eru alltaf í skoðun og þurfa að vera lifandi plagg. Ráðið samþykkir breytingar sem gerðar voru á reglunum.

6.      Fræðsluráð óskar eftir að sveitastjórn taki fyrir erindisbréf fræðsluráðs sem afgreitt var 11. júní 2019 með tillit til misræmis á milli þess og samninga og reglugerða stofnana sveitarfélagsins.

7.      Önnur mál:

     Guðrún Lára óskaði eftir því að formaður ráðsins skrifaði undir upplýsinga og öryggisstefnu leikskólans Ásgarðs. Formaður skrifaði undir    það skjal.

            Skólastjóri fór yfir skipulag vegna fyrirhugaðs fæðingarorlofs skólastjóra.

           

Fræðsluráð Húnaþings vestra.

Fleira ekki tekið fyrir.

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

 

 

Fundi slitið kl. 18.00

Var efnið á síðunni hjálplegt?