Dagskrá:
1. Kynning á byggingu Grunnskóla Húnaþings vestra.
2. Erindi frá skólastjórnendum varðandi; skóladagatal fyrir 2020-2021, skólaakstur vegna ferða nemenda, skertir dagar vegna veðurs.
3. Farið yfir faglegan þátt í skólabúðum Reykjaskóla.
4. Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Friðrik Már Sigurðsson, formaður byggðaráðs og Björn Bjarnason, rekstrastjóri mættu á fundinn og kynntu teikningar vegna viðbyggingu grunnskólans.
2. Sigurður Þór skólastjóri grunnskólans, Sara Ólafsdóttir fulltrúi starfsmanna grunnskólans, Guðrún Lára skólastjóri leikskólans og Jóhanna Erla Jóhannsdóttir fulltrúi foreldrafélags grunnskólans mættu á fundinn og fóru yfir drög að skóladagatali fyrir 2020 – 2021. Afgreiðslu skóladagatala frestað til næsta fundar.
Sigurður ræddi einnig um skerta daga sem hafa verið í vetur vegna veðurs og hvernig skólinn hyggst reyna að bæta þessa daga upp. Sigurður ræddi einnig um skólaakstur vegna ferða nemenda þar sem þau eru að koma til baka úr ferðum eftir að skólaakstri er lokið á daginn. Guðrún Lára ræddi um erindi sem sent hefur verið til byggðarráðs en hefur ekki fengið afgreiðslu. Erindið varðar athugasemdir skólabílstjóra vegna reglna sem gerðar voru vegna aksturs leikskólabarna. Sigurður tjáði að grunnskólinn er byrjaður að vinna eftir umbótaáætlun vegna innramats. Guðrún Lára sagði frá því að leikskólinn fari í ytra mat á næstu mánuðum.
3. Fræðsluráði var falið að fara yfir faglegan þátt skólabúðanna að Reykjum. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
4. Önnur mál: Fræðsluráð fer fram að það við sviðsstjóra fjölskyldusviðs að tekið verði saman nemendafjöldi þetta skólaár bæði á vor og hausti og til samanburðar síðast liðin 2 skólaár. Þessar upplýsingar liggi fyrir á næsta fræðsluráðsfundi.
Sigurður lagði til að fulltrúi fræðsluráðs myndi sitja fundi með matsteymi grunnskólans og fræðsluráð samþykkir að formaður komi til með að sitja fundina.
Fræðsluráð Húnaþings vestra.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 17.50