207. Fundur

207. Fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 26. febrúar 2020 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Jóhann Albertsson, formaður, Elín Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður, Júlíus Guðni Antonsson, aðalmaður, Þorsteinn Guðmundsson, aðalmaður og Inga Auðunsdóttir, aðalmaður.

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri.  

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir

Dagskrá:
1. Skólastjórar leik- og grunnskóla mæta og ræða eftirfarandi: Skóladagatal, reglur um skólaakstur og jákvæðan aga.
2. Farið yfir fjölda nemenda við tónlistarskólans.
3. Farið yfir faglegan þátt í skólabúðum Reykjaskóla.
4. Önnur mál.


Afgreiðslur:
1. Sigurður skólastjóri grunnskólans boðaði forföll. Guðrún Lára skólastjóri leikskólans mætti á fundinn ásamt fulltrúa starfsmanna skólanna þeim Aðalheiði Sif Njálsdóttur, starfsmanni leikskólans og Margréti Hrönn Björnsdóttur, kennara við grunnskólann

Ráðið samþykkir drög skóladagatals fyrir leikskólann 2020 – 2021 með fyrirvara um dagsetningu haustþings og starfsdag að vori eða hausti.

Guðrún fór yfir stefnu um jákvæðan aga, skólastjórnendur í leikskólanum ætla að fara á námskeið í mars í jákvæðum aga sem haldið verður á Akureyri fyrir leikskólastigin. Ráðið fagnar því að skoðað verði að stefna um jákvæðan aga verði innleidd í skólum Húnaþings vestra.

Reglur um afboðun skólaaksturs samþykktar.

Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi drög að skóladagatali 2020 – 2021 fyrir grunnskólann og framkomnum athugasemdum er vísað til skólastjórnenda.

2. Farið var yfir nemendafjölda tónlistarskólans. Ráðið óskar eftir frekari upplýsingum varðandi fjölda stunda  sem kenndar eru við skólann þennan veturinn og síðustu 2 vetur og greiningu eftir aldursstigum.

3. Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leyti ákvæði um faglegt starf skólabúða í eldri samningi um rekstur þeirra. Ráðið ítrekar nauðsyn þess að í samningnum sé ákvæði um eftirfylgni, sé ekki við ákvæði samnings staðið.

4. Önnur mál.
Ráðið óskar eftir að Guðrún Ósk mæti á næsta fund og segi frá verkefni sem hún er að vinna að í sambandi við skólaforðun.
Einnig óskar ráðið eftir að íþrótta- og tómstundafulltrúi mæti á næsta fund.


Fræðsluráð Húnaþings vestra.
Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.


Fundi slitið kl. 17.05

Var efnið á síðunni hjálplegt?