208. fundur

208. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 22. apríl 2020 kl. 15:00 fjarfundabúnaður.

Fundarmenn

Jóhann Albertsson, formaður, Elín Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður, Júlíus Guðni Antonsson, aðalmaður, Þorsteinn Guðmundsson, aðalmaður og Inga Auðunsdóttir, aðalmaður.

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir

Dagskrá:
1. Málefni tónlistarskólans
2. Skólastjóri leikskólans segir frá hvernig hefur gengið í skólanum undanfarnar vikur, fer fyrir starfsumsóknir næsta hausts og kynnir niðurstöður úr foreldra og starfsmannakönnun.
3. Skólastjóri grunnskólans segir frá skólastarfinu undanfarnar vikur, fer fyrir starfsumsóknir næsta hausts og kynnir niðurstöður úr starfsmannakönnun
4. Önnur mál.

Afgreiðslur:
1. Málefni tónlistarskólans rædd með hliðsjón af starfi vetrarins. Óskað er eftir starfsáætlun fyrir næsta vetur.

2. Guðrún Lára, leikskólastjóri og Guðný Kristín aðstoðarskólastjóri mættu til fundar ásamt Aðalheiði fulltrúa starfsmanna og Elísabetu Eir fulltrúa foreldra. Guðrún Lára gerði grein fyrir hvernig starfs leikskólans hefur gengið á tímum Covid- 19. Einnig fór hún yfir niðurstöður Skólapúlsins á viðhorfskönnunum foreldra og starfsmanna. Innramatsteymi leikskólans mun vinna frekar með niðurstöðurnar.

3. Sigurður Þór, skólastjóri grunnskólans, Margrét Hrönn, fulltrúi kennara og Jóhanna Erla, fulltrúi foreldra mættu til fundar. Sigurður gerði grein fyrir hvernig starf grunnskólans hefur gengið á tímum Covid- 19. Einnig fór hann yfir niðurstöður Skólapúlsins á viðhorfskönnun starfsmanna. Innramatsteymi grunnskólans mun vinna frekar með niðurstöðurnar. Sigurður sagði frá viðbrögðum við auglýsingu um lausar stöður við skólann.

4. Engin önnur mál.


Fræðsluráð Húnaþings vestra.
Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.


Fundi slitið kl. 17. 40

Var efnið á síðunni hjálplegt?