209. fundur

209. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 27. maí 2020 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Jóhann Albertsson, formaður, Elín Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður, Júlíus Guðni

Antonsson, aðalmaður, Þorsteinn Guðmundsson, aðalmaður og Halldór Sigfússon, varamaður. 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1. Louise Price skólastjóri tónlistarskólans mætir á fundinn og segir frá skipulagi næsta skólaárs.  Louise kynnir drög að skóladagatali næsta vetrar og hugmyndir um að tengja tónlistarskólann út í samfélagið og virkja hæfileika barnanna t.d. með samstarfi við félög og samfélag. Einnig sagði hún frá hugmyndum um að stofna kór við tónlistarskólann. Fræðsluráð þakkar Louise Price fyrir greinargóða kynningu.  Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi drög að skóladagatali með ábendingu um dagsetningu lokatónleika vorannar.
  2. 2005021 Bréf til fræðsluráðs frá Guðmundi Hólmari Jónssyni.  Formanni fræðsluráðs falið að svara Guðmundi Hólmari í samræmi við umræður á fundinum.
  3. Önnur mál.
    1. Jóhann Albertsson gerði grein fyrir að hann hefur ráðið sig til starfa við Grunnskóla Húnaþings vestra næsta skólaárs og mun hann segja af sér formennsku í fræðsluráði eftir sumarfrí sveitarstjórnar.

 

             

Fleira ekki tekið fyrir. 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

 

 

Fundi slitið kl. 16:24

Var efnið á síðunni hjálplegt?