215. fundur

215. fundur fræðsluráðs haldinn miðvikudaginn 27. janúar 2021 kl. 15:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Elín Lilja Gunnarsdóttir, formaður,  Þorsteinn Guðmundsson, aðalmaður, Inga Auðunsdóttir, aðalmaður, Elísa Ýr Sverrisdóttir, aðalmaður og Júlíus Guðni Antonsson, aðalmaður. 

Starfsmenn

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir.
Dagskrá: 
 
1. Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslusviðs fer yfir fjárhagsárið 2021
 
2. Skólastjóri leikskólans Ásgarðs fer yfir:
• Skóladagatal 2021-2022
• Vinnustyttingu
• Menningarviku 8-12 feb
• „Hversu góður er skólinn okkar“
• Starfsáætlun
 
3. Skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra fer yfir: 
• Nafnamál Grunnskóla Húnaþings vestra
• Frístundastarf og framtíðarskipulag þess
• Skóladagatal 2021-2022
• Tímasett stundaskrár 2021-2022
 
4. Önnur mál. 
 
 
Afgreiðslur: 
1. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti fjárhagsáætlun fyrir árið 2021. 
 
2. Málefni leikskólans.
• Ráðið samþykkir skóladagatal leikskólans fyrir árið 2021-2022
• Skólastjóri leikskólans fór yfir ýmis mál sem tengjast leikskólanum og sagði meðal annars frá menningarviku sem  haldin verður 8. – 12. febrúar þar sem börnin fá að kynnast matarmenningu ýmissa landa, þjóðfánum og fleiru.
• Matskerfið „Hversu góður er skólinn okkar“ er kerfi sem Skagafjörður hefur verið að nota til að meta innra starf skólanna. Leikskólinn Ásgarður fær kynningu á því í febrúar. 
• Áætlað er að 59 börn stundi nám við leikskólann í maí. 
 
3.    Málefni grunnskólans.
• Sara Ólafsdóttir, fulltrúi starfmanna mætti með skólastjóra undir þessum lið. 
• Í framhaldi af áskorun nemenda um nafnabreytingu á grunnskólanum gerir fræðsluráð það að tillögu sinni að haldið verði áfram með það ferli sem komið var af stað árið 2016 og kosið verði um eftirfarandi nöfn:
Hvammaskóli
Húnaskóli
Hvammstangaskóli
Tangaskóli 
Tillaga fræðsluráðs er að nemendur og starfsfólk grunnskólans kjósi um nafnið. 
 
• Verið er að vinna að framtíðarskipulagi frístundastarfs og er það á byrjunarstigi.   
• Ráðið samþykkir að leggja fram fyrirliggjandi drög að skóladagatali grunnskólans fyrir árið 2021 – 2022.
• Skólastjóri sagði frá hugmyndum um tímasetta stundaskrá fyrir næsta vetur. 
 
 
4. Önnur mál.  
• Engin önnur mál.  
 
 
 
 
Fleira ekki tekið fyrir.  
 
Fundargerð upplesin og samþykkt. 
 
 
Fundi slitið kl. 17.40
 
Var efnið á síðunni hjálplegt?