Dagskrá:
- Málefni grunnskólans.
- Starfsskýrsla Skólabúðanna í Reykjaskóla.
Afgreiðslur:
- Sigurður Ágústson skólastjóri grunnskólans mætti til fundar ásamt Jóhönnu Erlu Jóhannsdóttur sem er fulltrúi foreldra.
Sigurður greindi frá því að hafin sé könnun á möguleika þess að fara í námsferð með starfsfólk skólastofnana, vegna innleiðingar jákvæðs aga, til Parísar í vetrarfríi. Skólastjórnendur vinna að málinu og mögulega mun þurfa að gera breytingar á skóladagatali, færa einn starfsdag til. Einnig mun þurfa að gera breytingar á starfsdögum leikskólans ef af verður. Starfsmenn kosta ferðina með styrk úr starfsmenntasjóði og ekki kemur til kostaðar af hálfu sveitarfélagsins. Guðrún Lára Magnúsdóttir leikskólastjóri sat fundinn undir þessum lið. Fræðsluráð tekur jákvætt í hugmyndina og felur skólastjórnendum að vinna málið áfram.
Sigurður skólastjóri grunnskóla greindi frá því að Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir hafi verið fengin til að halda áfram vinnu við Menntastefnu Húnaþings vestra og tekið að sér hlutverk leiðsagnarkennara í hlutastarfi við skólann skólaárið 2021-2022.
Nemendur í Grunnskóla Húnaþings vestra eru nú 147 og hlutfall réttindakennara 80%. Stöðugildi stuðningsfulltrúa eru 9,8 og skólaliða tveir auk þess er hálft stöðugildi í umsjón með frístund.
Komið hefur fram ósk nemenda um endurskoðun á símareglum. Verður farið í endurskoðun á reglunum með aðkomu allra hagsmunaaðila og skólaráð mun í framhaldi taka ákvörðun um hvort og hvaða breytingar verða gerðar.
Framkvæmdir við nýbyggingu grunnskólans ganga vel og gert er ráð fyrir að bæði tónlistarskóli og skrifstofur skólastjórnenda verði komin í notkun um miðjan nóvember. Unnið er að hönnun skólalóðar sem verður kynnt fljótlega.
Unnið er að innleiðingu Heilsueflandi samfélags og hafa nemendur komið með ábendingar til skólastjórnenda sem verða teknar fyrir hjá vinnuhópi um Heilsueflandi samfélag.
2. Starfsskýrsla Skólabúðanna Reykjaskóla.
Fyrir fundinum lágu starfsskýrsla Skólabúðanna Reykjaskóla 2020-2021 og starfsáætlun fyrir skólaárið 2021-2022.
Í starfsskýrslu Skólabúðanna Reykjaskóla veturinn 2020-2021 kemur fram að COVID-19 heimsfaraldurinn hafði áhrif á reksturinn. Takmarkanir voru m.a. settar svo hámarksfjöldi nemenda hverrar kennsluviku mátti ekki fara yfir 50. Einnig var óheimilt að blanda saman skólum. Þrátt fyrir erfitt ár sýnir ársreikningur félagsins að reksturinn er í góðu jafnvægi.
Af starfsskýrslu 2020-2021 sem og starfsáætlun 2021-2022 er ekki hægt að sjá hvort uppfyllt sé 1. gr. samnings um rekstur skólabúðanna þar sem fram kemur að tryggja skuli að a.m.k. einn starfsmaður skólabúðanna sem annast fræðslu nemenda, hafi lokið menntun í kennslu-, tómstunda- eða uppeldisfræði. Fræðsluráð gerir kröfu um að úr þessu verði bætt, eigi síðar en á vorönn 2022 og skal ráðið upplýst um framgang mála.
Í starfsáætlun Skólabúðanna Reykjaskóla vegna skólaársins 2021-2022 kemur fram að umsóknir um vist í búðunum séu 3.629. Nokkrir skólar komast ekki að eins og sakir standa, en 232 nemendur eru á biðlista. Þegar er ljóst að COVID-19 heimsfaraldurinn mun hafa áhrif á skólaárið, en starfsfólk skólabúðanna þurfti m.a. að fara í sóttkví í októbermánuði.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 16:33