Dagskrá:
1. Málefni grunnskólans.
• Drög að skóladagatali Grunnskóla Húnaþings vestra fyrir næsta skólaár.
• Umræður um komandi önn við grunnskólann
2. Málefni leikskólans.
• Drög að skóladagatali leikskólans Ásgarðs fyrir næsta skólaár.
• Umræður um komandi önn við leikskólann.
Afgreiðslur:
1. Málefni grunnskólans.
• Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri grunnskólans mættu til fundar og kynntu fyrstu drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2022 - 2023. Næst verður dagatalið tekið fyrir hjá starfsmönnum og svo verður það kynnt fyrir foreldrum til umsagnar.
• Rætt var um nýjar reglur um sóttkví.
Mikil ánægja var með rafrænan foreldrafund í skólanum og stjórnendur hvattir til að halda því áfram þar sem góð þátttaka foreldra var á fundinum.
Verið er að vinna að skipulagi fyrir næsta skólaár.
2. Málefni leikskólans.
• Skólastjóri leikskólans mætti til fundar og kynnti fyrstu drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2022 - 2023.
• Auglýsingar um störf í leikskólanum skiluðu ekki árangri en eftir það hafa komið inn umsóknir og er búið að ráða í 1.4 stöðugildi og verið að skoða frekari umsóknir.
• Arnar Hrólfsson fulltrúi starfsmanna sat fundinn undir þessum lið, fulltrúi foreldrafélagsins komst ekki á fundinn.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 16.25