Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður setti fund og óskaði eftir breytingu á röð dagskrárliða frá áður auglýstri dagskrá. Samþykkt samhljóða.
Afgreiðslur:
1. Bréf frá Samtökunum 22.
Lagt fram bréf frá Samtökunum 22 til kynningar. Fræðsluráð þakkar kynningu samtakanna á starfi sínu.
2. Bréf frá Grunnskóla Húnaþings vestra.
Lagt fram bréf þar sem óskað er eftir breytingu á skóladagatali í júní 2023 vegna endurmenntunar starfsmanna. Óskað er eftir að loka frístund þann 7. júní. Fræðsluráð samþykkir beiðnina.
3. Endurmenntunarferð leikskóla.
Kristinn Arnar Benjamínsson, skólastjóri leikskóla og Þorsteinn Þóruson, fulltrúi starfsmanna leikskóla mættu til fundar kl. 10:18. Kristinn gerði grein fyrir endurmenntunarferð starfsmanna leikskóla til Póllands. Kristinn Arnar og Þorsteinn véku af fundi kl. 10:43
4. Starfsemi íþróttamiðstöðvar og félagsmiðstöðvar.
Tanja Ennigarð, íþrótta- og tómstundafulltrúi, mætti til fundar kl. 11:00 og fór yfir starfsemi íþróttamiðstövar og félagsmiðstöðvar. Tanja vék af fundi kl. 11:38
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:45