147. fundur

147. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn þriðjudaginn 14. febrúar 2017 kl. 13:00 í Ráðhúsi Húnaþings vestra.

Fundarmenn

Jóhann Ragnarsson, formaður, Sigtryggur Sigurvaldason, aðalmaður, og Sigríður Ólafsdóttir, aðalmaður og Þórarinn Óli Rafnsson aðalmaður. Matthildur Hjálmarsdóttir, aðalmaður var á skype.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Dagskrá:

1. Forðagæsla og skráning bústofns.
2. Fjallskilasamþykkt Húnaþings vestra.

 

Afgreiðslur:

1. Forðagæsla og skráning bústofns. Fulltrúar Bændasamtaka Íslands mæta á fundinn í síma, Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri og Guðrún Vaka Steingrímsdóttir lögfræðingur. Rætt um vandamál við álagningu fjallskila. Almennt er erfitt að fá upplýsingar um bústofn og borið hefur á að menn telji ekki fram þar sem bústofninn gengur árlangt heldur miða við lögheimili eiganda. Þetta hefur mikil áhrif á tekjur fjallskilanefnda og er vandamálið mest í Víðidal. Mikil afturför hefur orðið hvað varðar eftirlit og talningu búfjár eftir að MAST tók við málaflokknum og lítið hefur gengið að ræða málið við fulltrúa MAST. Guðrún Vaka mun skoða lagalegu hlið málsins og verður í sambandi við sveitarstjóra.

2. Fjallskilasamþykkt Húnaþings vestra. Frestað til næsta fundar.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:11

Var efnið á síðunni hjálplegt?