151. fundur

151. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 19. júlí 2017 kl. 13:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Jóhann Ragnarsson, formaður, Sigtryggur Sigurvaldason, aðalmaður, Matthildur Hjálmarsdóttir, aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður og Þórarinn Óli Rafnsson aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Dagskrá:                                                           

  1. Bréf frá Vegagerðinni um úthlutun til styrkvega 2017
  2. Áætlun um refaveiðar
  3. Önnur mál

 

Afgreiðslur:

 

1.  Styrkvegir
Borist hefur bréf frá Vegagerðinni, þar sem fram kemur að samþykkt hafi verið úthlutun til styrkvega árið 2017 kr, 1.800.000. Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins árið 2017 er samþykkt að veita kr. 2.000.000 til styrkvega.  Til viðhalds styrkvega á árinu 2017 eru því kr. 3.800.000.        
 Eftirfarandi tillaga um skiptingu styrkvegafjárins var samþykkt samhljóða

a)  Til afréttarvegar á Víðidalstunguheiði     kr.   2.000.000
b)  Til afréttavega í Miðfirði                              kr.   1.200.000
c)  Til afréttavega í Hrútafirði                          kr.      200.000
d)  Til vegar yfir Brandagilsháls                       kr.      200.000
e)  Til vegar upp á Vatnsnesfjall                      kr.      200.000

Viðkomandi fjallskilastjórnir sjái um framkvæmdir á afréttarvegum hver á sínu svæði að öðru leyti en því að sveitarstjóra er  falið að fá verktaka í viðhald vegar yfir Brandagilsháls og vegar upp á Vatnsnesfjall.

2.   Áætlun um refaveiðar.  Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun um áætlun vegna refaveiða 2017 – 2019. 

Talsvert tjón verður árlega í Húnaþingi vestra vegna ágangs refa í varplöndum og vegna dýrbíta.  Bændur eru hvattir til að tilkynna allt tjón vegna ágangs refa í tilkynningagrunn Bændatorgs.  Sveitarstjóra falið að svara erindi Umhverfisstofnunar um hvað áætlað er að fari í refaveiðar í sveitarfélaginu árin 2017-2019 m.v. reynslu sl. ára.

 

3.  Önnur mál
      Engin önnur mál

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 14:31 

Var efnið á síðunni hjálplegt?