Dagskrá:
- Skýrsla búfjáreftirlitsmanns 2017
- Ráðning búfjáreftirlitsmanns
- Rjúpnaveiði 2017
- Önnur mál
Afgreiðslur:
- Skýrsla búfjáreftirlitsmanns, Ingvars Jóns Jóhannessonar, vegna ársins 2017 lögð fram til kynningar.
- Ráðning búfjáreftirlitsmanns. Ein umsókn barst um stöðu búfjáreftirlitsmanns, frá Dagbjörtu Diljá Einþórsdóttur. Landbúnaðarráð felur sveitarstjóra að bjóða Dagbjörtu starfið og ganga frá gerð ráðningarsamnings.
- Rjúpnaveiði 2017. Fyrir liggur skýrsla veiðieftirlitsmanns vegna rjúpnaveiða 2017. Eftirlitið gekk vel og er samvinna við veiðimenn góð.
- Önnur mál.
a) Efta dómur um innflutning á fersku kjöti.
Landbúnaðarráð Húnaþings vestra óskar nýjum landbúnaðarráðherra velfarnaðar í starfi. Jafnframt er hann hvattur til að standa með íslenskum bændum, búfénaði og neytendum í kjölfar EFTA-dóms varðandi innflutning á fersku kjöti, með því að tryggja sjúkdómavarnir landsins og þar með áframhaldandi heilnæmi þeirrar vöru sem til boða stendur á íslenskum markaði. Heilbrigði hinna íslensku búfjárstofna, sem og hverfandi notkun sýklalyfja í landbúnaði hér á landi, er auðlind sem ekki ber að vanmeta og getur skipt sköpum þegar litið er til framtíðar, bæði varðandi afkomu bænda sem og kostnað við heilbrigðiskerfi landsins í framtíðinni.
b) Rætt um söfnun á rúlluplasti í hesthúsahverfi.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 13:45