Afgreiðslur:
1. Styrkvegir
Borist hefur bréf frá Vegagerðinni, þar sem fram kemur að samþykkt hafi verið úthlutun til styrkvega árið 2018 kr, 1.800.000. Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins árið 2018 er samþykkt að veita kr. 3.000.000 til styrkvega. Til viðhalds styrkvega á árinu 2018 eru því kr. 4.800.000.
Eftirfarandi tillaga um skiptingu styrkvegafjárins var samþykkt samhljóða
a) Til afréttarvegar á Víðidalstunguheiði kr. 2.500.000
b) Til afréttavega í Miðfirði kr. 1.500.000
c) Til afréttavega í Hrútafirði kr. 270.000
d) Til vegar yfir Brandagilsháls kr. 265.000
e) Til vegar upp á Vatnsnesfjall kr. 265.000
Viðkomandi fjallskilastjórnir sjái um framkvæmdir á afréttarvegum hver á sínu svæði að öðru leyti en því að sveitarstjóra er falið að fá verktaka í viðhald vegar yfir Brandagilsháls og vegar upp á Vatnsnesfjall.
2. Erindi frá Bjarna Ásgeirssyni, dags. 8. júní 2018 fyrir hönd Sigríðar Petru Friðriksdóttur og Karls G. Friðrikssonar eigenda Hrísa í Fitjárdal. Mótmæli við afgreiðslu ráðsins frá 6. júní 2018 og beiðni um að málið verði tekið fyrir að nýju og tekin “viðsnúin” afstaða til málsins.
Nefndin lítur svo á að í erindinu sé óskað endurupptöku á afgreiðslu ráðsins frá 6. júní sl. og að tekin verði ný ákvörðun í málinu. Engin ný gögn eða upplýsingar liggja fyrir í málinu frá því málið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar þann 6. júní sl. Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37 frá 1993 á aðili rétt á því að mál sé tekið á ný til meðferðar:
1) ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða
2) íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.
Að mati ráðsins eru engar forsendur til að endurupptaka málið og taka nýja ákvörðun. Nefndin vill þó árétta að með slíkri afgreiðslu er nefndin ekki að gera lítið úr þeim vanda sem uppi er í málinu. Endurupptöku afgreiðslu nefndarinnar frá 6. júní sl. er því hafnað.
3. Önnur mál
1) Áhyggjur af stöðu sauðfjárræktar. Landbúnaðarráð lýsir yfir þungum áhyggjum af afkomu sauðfjárbænda í ljósi fyrstu verðskrár frá afurðastöðum fyrir árið 2018 þar sem lítil sem engin verðhækkun á afurðum virðist vera í farvatninu.
2) Rætt um frágang Orkufjarskipta á Víðidalstungu- og Arnarvatnsheiði sl. sumar. Til stendur að fulltrúi sveitarfélagsins fari með fulltrúa Orkufjarskipta á næstu vikum og skoði rask á landinu.
3) Gæsaveiði. Rætt var um fyrirkomulag gæsaveiða í haust. Ákveðið að hafa sama fyrirkomulag og á síðasta ári. Sjá reglur á heimasíðu sveitarfélagsin https://www.hunathing.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/reglugerdir-og-samthykktir
4) Rætt um að landbúnaðarráð fari í vettvangsferð um styrkvegi sveitarfélagsins þann 25. júlí nk.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:42