166. fundur

166. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 13. mars 2019 kl. 13:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Fundinn sátu:
Ingimar Sigurðsson, formaður, Erla Ebba Gunnarsdóttir, aðalmaður, Guðrún Eik Skúladóttir, aðalmaður, Halldór Pálsson, aðalmaður.  Sigtryggur Sigurvaldason tilkynnti forföll.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Dagskrá:                                                           

  1. Úthlutun fjármagns til viðhalds heiðargirðinga
  2. Rjúpna- og gæsaveiði 2018
  3. Önnur mál

 

Afgreiðslur:

 

  1.      Úthlutun fjármagns til viðhalds heiðargirðinga 

Landbúnaðarráð leggur til að kr. 2.800.000 sem eru til ráðstöfunar á árinu 2019 til viðhalds og endurnýjunar heiðagirðinga verði skipt með eftirfarandi hætti:

 

a) Í Hrútafirði kr. 700.000-

b) Í Miðfirði kr. 966.000-

c) Í Víðidal kr. 1.134.000-

 

Landbúnaðarráð leggur til að taxti fyrir vinnu við heiðagirðingar á árinu 2019 verði eftirfarandi: Verktakagreiðsla verði kr. 2.625 á klst., taxti fyrir fjórhjól verði kr. 2.625 á klst. og taxti fyrir sexhjól kr. 2.885 á klst. Ofan á ofangreindan taxta leggst 24% virðisaukaskattur. Akstur verði greiddur samkvæmt taxta ríkisins.

 

2.      Rjúpna- og gæsaveiði

Rætt um reynslu af fyrirkomulagi rjúpna- og gæsaveiða 2018 og hvernig skuli hafa nk. haust.  Reynslan er góð og er stefnt að svipuðu fyrirkomulagi næsta haust.

 3.      Önnur mál

a)      Vetrarveiði á ref.  Þar sem fjárveiting til vetrarveiði var ekki fullnýtt þann 15. febrúar sl. verður greitt fyrir þau umfram dýr sem veidd verða á tímabilinu, á meðan fjárveiting leyfir.

b)      Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru

Landbúnaðarráðlýsir yfir vonbrigðum sínum með framkomið frumvarp og gerir bókun byggðarráð frá 25. febrúar sl. að sinni: 

Matvælaöryggi og lýðheilsa eiga alltaf að vega þyngra en viðskiptahagsmunir.  Landbúnaðarráð hvetur íslensk stjórnvöld til að kanna hvort endurskoða megi viðkomandi ákvæði innan EES samningsins með það að markmiði að sækja um undanþágu fyrir Ísland vegna lítillar notkunar á sýklalyfjum í landbúnaði og alþjóðlegra skuldbindinga hvað varðar verndun íslenskra búfjárkynja. 

Ef frumvarpið verður að lögum má búast við auknum kostnaði innan heilbrigðiskerfisins vegna sýkinga af völdum fjölónæmra baktería í framtíðinni, lág sjúkdómastaða og hreinar landbúnaðarvörur eru mikils virði. 

Landbúnaðarráð gagnrýnir einnig hversu skammt á veg undirbúningur fyrirhugaðra mótvægisaðgerða virðist vera kominn og krefur stjórnvöld um að innflutt kjöt og egg verði ekki leyst úr tolli fyrr en Mast hefur staðfest með sýnatöku að ekki séu sýklalyfjaónæmar bakteríur til staðar í viðkomandi vörum.

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 14:25

Var efnið á síðunni hjálplegt?