Afgreiðslur:
1. Skýrsla búfjáreftirlitsmanns 2019
Búfjáreftirlistmaður Húnaþings vestra Dagbjört Diljá Einþórsdóttir gerir grein fyrir starfi sínu á árinu. Landbúnaðarráð þakkar Dagbjörtu Diljá fyrir greinargóða yfirferð.
2. Umsóknir um vetrarveiði á ref 2019-2020
Landbúnaðarráði bárust sex umsóknir um vetrarveiði á ref. Kristófer Jóhannesson, Miðfjörður. Elmar Baldursson, Vatnsnes. Þorbergur Guðmundsson, Miðfjörður. Bjarni Kristmundsson, Hrútafjörður austan. Björn Viðar Unnsteinsson, Vestur Hóp. Hannes G. Hilmarsson, Hrútafjörður vestan. Landbúnaðarráð felur sveitarstjóra að gera samninga við Elmar Baldursson, Vatnsnes. Þorbergur Guðmundsson, Miðfjörður. Bjarni Kristmundsson, Hrútafjörður austan. Björn Viðar Unnsteinsson, Vesturhóp. Hannes G. Hilmarsson, Hrútafjörður vestan að uppfylltum skilyrðum sem koma fram í auglýsingu um vetrarveiði á ref. Formanni og sveitarstjóra falið að leita lausna fyrir þau svæði sem ekki bárust umsóknir um.
Samningarnir gildi til 15. apríl nk. Samningshafar skulu skila inn skottum og reikningum í síðasta lagi 25. maí 2020. Sama fyrirkomulag verður á veiðunum og í fyrra eða 8.000 kr. fyrir hvern ref. Greitt verður að hámarki fyrir 17 dýr á hverju svæði til 15. febrúar 2020. Ef fjárveiting til vetrarveiði er ekki fullnýtt á þeim tíma verður greitt fyrir umfram dýr á meðan fjárveiting leyfir.
3. Uppgjör vegna refa- og minkaveiða.
Lagðar fram upplýsingar um refa- og minkaveiði frá 1. september 2018 til 31. ágúst 2019. Kostnaður Húnaþings vestra vegna refa- og minkaveiði á þessu tímabili er alls kr. 6.737.294. Unnin grenidýr eru 80, yrðlingar 183, hlaupadýr 99 og minkar 73. Nokkur fækkun er á veiddum dýrum frá fyrri árum. Landbúnaðarráð felur sveitarstjóra að kalla eftir skýringum á minni veiði frá grenjaskyttum.
Landbúnaðarráð óskar eftir að fá kr. 1.000.000 í fjárveitingu á árinu 2020 til vetrarveiði á ref.
4. Styrkvegir, uppgjör.
Lagt fram til kynningar.
5. Heiðargirðingar, uppgjör.
Lagt fram til kynningar.
6. Drög að reglum um refa og minkaveiðar.
Landbúnaðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög um refa- og minnkaveiðar. Sigríður Ólafsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
7. Drög að erindisbréfi fjallskilastjórna í Húnaþingi vestra
Landbúnaðarráð samþykktir fyrirliggjandi drög. Sigríður Ólafsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
8. Erindi frá Guðmundi Ísfeld þar sem hann bendir á að taxti vegna vinnu við heiðargirðingar hafi ekki hækkað milli árana 2018 og 2019. Landbúnaðarráð tekur undir að starfið krefjist sérþekkingar, sjálfstæðra vinnubragða, verkfæra við hæfi og þetta sé vinna við erfiðar aðstæður. Landbúnaðarráð tekur ákvörðun um taxta fyrir árið 2020 í upphafi næsta árs og við ákvörðunina verður tekið tillit til ábendinga sem borist hafa frá fjallskilastjórnum.
9. Söfnun rúlluplasts 2020.
Lagt fram til kynningar. Landbúnaðarráð hvetur bændur til að nýta sér þessa þjónustu.
10. Önnur mál.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:19