172. fundur

172. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 4. mars 2020 kl. 13:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ingimar Sigurðsson, formaður, Ingveldur Linda Gestsdóttir, varamaður, Halldór Pálsson, aðalmaður,  Sigtryggur Sigurvaldason, aðalmaður og  Sigríður Ólafsdóttir, varamaður. 

 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

 Dagskrá:                                                          

  1. Gæsa- og rjúpnaveiði 2019, Júlíus Guðni Antonsson mætir til fundar
  2. Hnitsetning jarða, Skúli Húnn Hilmarsson mætir til fundar
  3. Úthlutun fjármagns til viðhalds heiðargirðinga
  4. Refa- og minkaveiði
  5. Fjallskilasamþykkt Húnaþings vestra

 

 

Afgreiðslur:

 

  1. Gæsa- og rjúpnaveiði 2019. Júlíus Guðni Antonsson veiðieftirlitsmaður kemur á fundinn og gerir grein fyrir störfum sínum.   Júlíus Guðni fór í þrjár ferðir til að hafa eftirlit með gæsaveiði. Rjúpnaveiðidögum fjölgaði til muna milli ára og farnar voru 15 ferðir.  Almennt gekk vel.  Júlíus Guðni hafði þó afskipti af nokkrum veiðimönnum í eignarlandi Húnaþings vestra sem voru án leyfis.  Flestir báru fyrir sig þekkingarskorti.   Almennt virðist vera ánægja með fyrirkomulag veiðanna.  Landbúnaðarráð þakkar Júlíusi Guðna fyrir greinargóða yfirferð.
  2. Hnitsetning jarða. Skúli Húnn Hilmarsson kemur á fundinn og fór yfir hnitsetningar jarða í sveitarfélaginu. Hnitsetning jarða í eigu sveitarfélagsins er á byrjunarreit.  Landbúnaðarráð telur brýnt að málinu verði fram haldið. Landbúnaðarráð þakkar Skúla Hún fyrir komu á fundinn.
  3. Úthlutun fjármagns til viðhalds heiðargirðinga.  Landbúnaðarráð leggur til að kr. 3.000.000 sem eru til ráðstöfunar á árinu 2020 til viðhalds og endurnýjunar heiðagirðinga verði skipt með eftirfarandi hætti:

 

a) Í Hrútafirði kr. 750 þús.         

b) Í Miðfirði kr. 1.030  þús.      

c) Í Víðidal kr. 1.220  þús.         

 

Landbúnaðarráð leggur til að taxti fyrir vinnu við heiðagirðingar á árinu 2020 verði eftirfarandi: Verktakagreiðsla verði kr. 3.000 á klst., taxti fyrir fjórhjól verði kr. 3.000 á klst. og taxti fyrir sexhjól kr. 3.300 á klst. Ofan á ofangreindan taxta leggst 24% virðisaukaskattur. Akstur verði greiddur samkvæmt taxta ríkisins.

 

 

 4. Refa- og minkaveiði.

a. Grenjavinnsla. Ákveðið að halda sig að mestu við fyrra fyrirkomulag með eftirfarandi breytingum: Greiðsla fyrir hvert veitt grendýr hækkar og verður nú kr. 16.500  auk vsk. Skila skal yfirliti yfir fjölda dýra og yrðlinga á hverju greni sem veidd eru. Ganga þarf eftir því að GPS punktum sé skilað.

b. Minkaveiði. Greiðsla fyrir leit og vinnslu minks er sem hér segir:

i. Fyrir akstur skal greiða kr. 70 pr. km.

ii. Fyrir leit skal greitt tímakaup kr. 1.500 auk vsk. pr. klst.

iii. Fyrir hvert unnið dýr skal greiða kr. 4.300 auk vsk.

Sveitarstjóra falið að auglýsa refa- og minkaveiði sem fyrst.

 5. Fjallskilasamþykkt Húnaþings vestra.  Fyrir fundinum liggur fjallskilasamþykkt Húnaþings vestra til endurskoðunar.  Fram komu hugmyndir að breytingum sem útfæra þarf nánar og er afgreiðslu frestað.

 

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 15:05

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?