Dagskrá:
1. Grenjavinnsla.
2. Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Grenjavinnsla.
Refa- og minkaeyðing, umsóknir.
Fram lagðar umsóknir frá aðilum er vilja stunda grenjavinnslu og minkaveiði í Húnaþingi vestra næstu fjögur árin. Umsóknir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Nafn: Svæði Grenjav. Minnkur.
Þormóður Heimisson Vatnsnes vestan x
Óskar Sigurbjörnsson Vatnsnes vestan x
Benedikt Guðni Benediktsson Vatnsnes vestan x
Elmar Baldursson Vatnsnes vestan og austan x
Skúli Sigfússon Víðidalur x
Björn V. Unnsteinsson Vatnsnes austan x
Þorbergur Guðmundsson Hrútafjörður austan x
Þorbergur Guðmundsson Miðfjarsvæði x
Hannes Hilmarsson Hrútafjörður vestan x
Landbúnaðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera samninga við umsækjendur fyrir 30. apríl nk. en þar sem fleiri einn sækja um sama svæði hefur verið samið við viðkomandi aðila. Sveitarstjóra falið að semja um minkaleit, til eins árs, á svæðum sem ekki var sótt um. Landbúnaðarráð hvetur veiðimenn til samvinnu við veiðar til að tryggja góðan árangur.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 13:31