Dagskrá:
1. Dýralæknaþjónsta
2. Minkaveiði
3. Úthlutun fjármagns til viðhalds heiðagirðinga
Afgreiðslur:
1. Dýralæknaþjónsta. Stefán Friðriksson dýralæknir tengist fundinum gegnum fjarfundabúnað. Stefán fór yfir fyrirkomulag dýralæknaþjónustu í Húnaþingi vestra á næstu mánuðum og verður það kynnt fyrir bændum á svæðinu í samstarfi við Búnaðarsamaband Húnaþings og Stranda.
2. Minkaveiði. Á síðasta ári var auglýst eftir aðilum til að sinna minkaveiði í sveitarfélaginu. Umsóknir bárust um öll svæði nema Hrútafjörð austan, Hrútafjörð vestan og Víðidal. Samið var við Hannes Hilmarsson, Þorberg Guðmundsson og Þormóð Heimisson um að sinna veiði á þessum svæðum. Sveitarstjóra er falið að ganga til samninga við þessa aðila um áframhaldandi veiðar, ef ekki nást samningar verða svæðin auglýst laus til umsóknar.
3. Úthlutun fjármagns til viðhalds heiðagirðinga. Landbúnaðarráð leggur til að kr. 3.000.000 sem eru til ráðstöfunar á árinu 2021 til viðhalds og endurnýjunar heiðagirðinga verði skipt með eftirfarandi hætti:
a) Í Hrútafirði kr. 750 þús.
b) Í Miðfirði kr. 1.030 þús.
c) Í Víðidal kr. 1.220 þús.
Landbúnaðarráð leggur til að taxti fyrir vinnu við heiðagirðingar á árinu 2021 verði eftirfarandi: Verktakagreiðsla verði kr. 3.000 á klst., taxti fyrir fjórhjól verði kr. 3.000 á klst. og taxti fyrir sexhjól kr. 3.300 á klst. Ofan á ofangreindan taxta leggst 24% virðisaukaskattur. Akstur verði greiddur samkvæmt taxta ríkisins.
Við uppgjör á viðhaldi heiðargirðinga fyrir árið 2020 kom í ljós að í einhverjum tilfellum var farið fram úr fjárheimildum. Landbúnaðarráð brýnir fyrir fjallskilastjórnum að halda kostnaði við viðhald heiðagirðinga innan fjárheimilda að öðrum kosti gæti þurft að koma til skerðingar á fjárveitingu næsta árs.
4. Önnur mál.
Upp er komið riðutilfelli í sveitarfélaginu, landbúnaðarráð hefur verið upplýst um málið sem er í ferli.
Fundargerð upplesin, fundi slitið kl. 14:25