Dagskrá:
1. Úthlutun fjármagns til viðhalds samgönguleiða
2. Erindi frá Tómasi Erni Daníelssyni
4. Minnisblöð vegna flutnings Efri- og Neðri-Fitja í fjallskiladeild Miðfirðinga
5. Söfnun rúlluplasts
Afgreiðslur:
1. Úthlutun fjármagns til viðhalds samgönguleiða. Borist hefur bréf frá Vegagerðinni, þar sem fram kemur að samþykkt hafi verið úthlutun til styrkvega árið 2021 kr. 4.000.000. Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins árið 2021 er samþykkt að veita kr. 1.800.000 til styrkvega. viðhalds styrkvega á árinu 2021 eru því kr. 5.800.000 til úthlutunar.
Eftirfarandi tillaga um skiptingu fjárins var samþykkt samhljóða:
a) Til afréttarvegar á Víðidalstunguheiði kr. 3.000.000
b) Til afréttavega í Miðfirði kr. 1.550.000
c) Til afréttavega í Hrútafirði austur kr. 750.000
d) Til vegar yfir Brandagilsháls kr. 200.000
e) Til vegar upp á Vatnsnesfjall kr. 300.000
Viðkomandi fjallskilastjórnir sjái um framkvæmdir á afréttarvegum hver á sínu svæði að öðru leyti en því að sveitarstjóra er falið að fá verktaka í viðhald vegar yfir Brandagilsháls.
Landbúnaðarráð leggur til að samræmt gjald verði fyrir vinnu við styrkvegi í sveitarfélaginu. Gjald fyrir dráttarvél með vagni og manni verði að hámarki kr. 14.500 með VSK.
Áréttað er að vinnu við styrkvegi skal vera lokið fyrir fyrstu göngur og reikningar þurfa að berast til sveitarfélagsins fyrir 30. september.
2. Erindi frá Tómasi Erni Daníelssyni þar sem ábúendur Sauðár og Sauðadalsár á Vatnsnesi óska eftir því að sveitarfélagið komi að kostnaði við viðhald á veginum upp í Mjóadal. Vegurinn liggur um fjórar jarðir; Sauðadalsá, Sauðá, Hlíð og Tungukot. Vegurinn er notaður af ábúendum Sauðadalsár og Sauðár einnig er vegurinn notaður á haustinn í smalamennskum. Vegurinn liggur einnig að vatnsbóli sveitarfélagsins í Mjóadal.
Fjallskiladeildir hvers svæðis sjá um framkvæmd á viðhaldi styrkvega í sveitarfélaginu og vísar því landbúnaðarráð erindinu til fjallskiladeildar Vatnsnes.
4. Minnisblöð vegna flutnings Efri- og Neðri-Fitja í fjallskiladeild Miðfirðinga. Lögð voru fram minnisblöð til fjallskilastjórna Víðdælinga og Miðfirðinga vegna flutnings jarðanna Efri- og Neðri-Fitja úr fjallskiladeild Víðdælinga í fjallskiladeild Miðfirðinga. Sveitarstjóra falið að kynna minnisblöðin fyrir fjallskilastjórnum beggja fjallskiladeildanna og í framhaldi vísa þeim til byggðarráðs.
5. Söfnun rúlluplasts. Óánægja er meðal bænda með framkvæmd og upplýsingagjöf þegar söfnun rúlluplasts fer fram. Landbúnaðaráð felur sveitarstjóra að funda með forsvarsmönnum Terra vegna málsins.
6. Önnur mál. Landbúnaðarráð fór í vettvangsferð á Víðidalstunguheiði þar sem skoðað var ástand vega, skála og gróðurs.
Fundargerð upplesin, fundi slitið kl. 15:13