Afgreiðslur:
1. 2310001 Endurnýjun samninga um grenjavinnslu og minkaveiði 2024.
Samningar um grenjavinnslu og minkaveiði renna út í lok árs 2023. Sveitarstjóra og formanni falið að uppfæra samningana og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
2. 2310002 Vetrarveiði á ref veturinn 2023/2024.
Landbúnaðarráð óskar eftir að fá kr. 1.200.000 í fjárveitingu á árinu 2024 til vetrarveiða á ref. Sveitarstjóra falið að auglýsa eftir aðilum til vetrarveiða á ref með umsóknarfresti til 1. nóvember næstkomandi, með fyrirvara um að fjármagn fáist.
3. 2309082 Fyrirspurn frá Húnabyggð vegna minkaveiði.
Lögð fram fyrirspurn frá sveitarstjóra Húnabyggðar vegna mögulegrar samvinnu um átak í eyðingu minks. Formanni og sveitarstjóra falið að óska eftir viðræðum við formenn veiðifélaga í sveitarfélaginu og kanna áhuga á þátttöku og mögulega kostnaðarskiptingu við átakið.
4. 2310004 Skotveiðieftirlit haustið 2023 á Víðidalstunguheiði og Arnarvatnsheiði.
Lögð fram drög að samningi við veiðieftirlitsmann vegna veiðieftirlits haustið 2023. Landbúnaðarráð samþykkir samninginn með áorðnum breytingum.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 13:38.