1.
|
Fjárhagsáætlun 2024 - 2308025
|
|
Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir fjárhagsaáætlun ársins 2024 og fjárhagsramma ráðsins. Landbúnaðarráð þakkar Elínu Jónu greinargóða yfirferð.
|
|
|
|
Júlíus Guðni Antonsson kom til fundar við ráðið kl. 13:17.
|
2.
|
Skýrsla veiðivarðar vegna gæsa- og rjúpnaveiða 2023 - 2311053
|
|
Júlíus Guðni Antonsson veiðivörður gerði grein fyrir störfum sínum.
Veiðieftirlitið gekk vel árið 2023. Ekki þurfti að hafa afskipti af veiðimönnum í þessum ferðum. Farnar voru þrjár eftirlitsferðir á Víðidalstunguheiði og ein á Arnarvatnsheiði, allar vegna rjúpnaveiða. Almennt virðist vera ánægja með fyrirkomulag veiðanna, stjórn og vöktun sveitarfélagsins á svæðinu.
Landbúnaðarráð þakkar Júlíusi Guðna fyrir greinargóða yfirferð.
|
|
|
|
3.
|
Skýrsla búfjáreftirlitsmanns árið 2023 - 2311054
|
|
Júlíus Guðni Antonsson búfjáreftirlitsmaður gerði grein fyrir störfum sínum á árinu.
Töluvert minna var um útköll en fyrri ár. Ástand heilt yfir gott við vegi en gerðar voru nokkrar úrbætur á þekktum stöðum á árinu sem varð til þess að útköllum fækkaði. Flest útköll voru vegna sauðfjár, eða 12 talsins. Alls voru 5 útköll vegna hrossa á vegi. Auk þess var eitt útkall vegna graðhests.
Landbúnaðarráð þakkar Júlíusi Guðna fyrir greinargóða yfirferð.
|
Júlíus Guðni Antonsson vék af fundi kl. 13:36.
|
|
|
|
4.
|
Uppgjör vegna gæsaveiða 2023 - 2311049
|
|
Lagt fram uppgjör vegna gæsaveiða í löndum sveitarfélagsins á veiðitímabilinu haustið 2023.
|
|
|
|
5.
|
Uppgjör vegna rjúpnaveiða 2023 - 2311048
|
|
Lagt fram uppgjör vegna rjúpnaveiða í löndum sveitarfélagsins á nýafstöðnu veiðitímabili.
|
|
|
|
6.
|
Fjallskilagjald fyrir jörðina Flatnefsstaði - 2211008
|
|
Lagður fram til kynningar úrskurður sýslumannsins á Norðurlandi vestra vegna kæru álagningar fjallskilagjalda á landverð jarðarinnar Flatnefsstaða árið 2022. Úrskurður sýslumanns er á þann veg að sveitarstjórn Húnaþings vestra hafi á grundvelli 2. máls. 42. gr. laga nr. 6/1998 verið heimilt að krefja eigendur jarðarinnar um fjallskilagjald. Hins vegar kom í ljós að grunnur útreiknings var rangur og því voru gjöldin of há. Fjallskil ársins 2022 vegna Flatnefsstaða verða endurreiknuð í samræmi við úrskurðinn og lækkuð um kr. 5.100.
|
|
|
|
7.
|
Styrkvegir uppgjör 2023 - 2311050
|
|
Lagt fram til kynningar. Uppgjör hefur verið sent til Vegagerðarinnar.
|
|
|
|
8.
|
Heiðagirðingar uppgjör 2023 - 2311051
|
|
Lagt fram til kynningar.
|
|
|
|
9.
|
Ormahreinsun hunda í dreifbýli - 2311052
|
|
Samkvæmt reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 er skylt að ormahreinsa alla hunda fjögurra mánaða og eldri. Þar sem búrekstur er skulu hundar ormahreinsaðir að liðinni aðalsláturtíð eða í síðasta lagi í desember ár hvert. Sveitarstjóra er falið að vekja athygli á framangreindu á miðlum sveitarfélagsins.
|
|
|
|
10.
|
Talið fé til réttar í Víðidal úr Húnabyggð 2023 - 2311055
|
|
Lögð fram talning fjár úr Húnabyggð sem kom til réttar í Víðidal.
Víðidalstunguréttir 8.-9. september: Steinnes 864 gripir Sveinsstaðir 353 gripir Áshreppur 476 gripir Sveinsstaðahreppur 537 gripir
Fyrri skilarétt 24. september: 163 gripir Uppsalir 76 gripir Húnabyggð 87 gripir
Seinni göngur (leit): Húnabyggð 48 gripir Aðeins 12 gripir voru úr Víðidal
Seinni skilarétt 15. október: 16 gripir Uppsalir 10 gripir Húnabyggð 6 gripir
Við stóðsmölun 6.október fundust um 15 gripir.
|
|
|
|