206. Fundur

206. Fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 10. janúar 2024 kl. 13:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Sigríður Ólafsdóttir, formaður,
Dagný Ragnarsdóttir, varaformaður,
Dagbjört Diljá Einþórsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Ingveldur Linda Gestsdóttir, varamaður,
Guðrún Eik Skúladóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Ármann Pétursson, varamaður,
Halldór Pálsson, aðalmaður. 

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir

Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir
Formaður setti fund og byrjaði á að bjóða Dagnýju Ragnarsdóttur nýjan varaformann ráðsins velkomna til starfa.
1.  Refaskyttur koma til fundar - 2312044
Kl. 13:00 komu til fundar við ráðið fulltrúar refaveiðimanna í sveitarfélaginu, þeir Benedikt Guðni Benediktsson, Björn Viðar Unnsteinsson, Jóhannes Óskar Sigurbjörnsson, Þorbergur Guðmundsson, Sigfús Heiðar Árdal Jóhannsson og Bjarni Kristmundsson.
Rætt var um fyrirkomulag refaveiða í sveitarfélaginu, grenjavinnslu og vetrarveiði. Landbúnaðarráð þakkar veiðimönnum góðar umræður.
Gestir véku af fundi kl. 13:58.
 
2.  Starfsáætlun landbúnaðarráðs 2024 - 2312043
Lögð fram drög að starfsáætlun landbúnaðarráðs fyrir árið 2024. Í áætluninni eru helstu verkefni ráðsins tilgreind. Ráðið samþykkir framlögð drög.
 
 
 
Fundargerð upplesin og samþykkt Fundi slitið kl. 14:24.
Var efnið á síðunni hjálplegt?