211. fundur

211. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 3. júlí 2024 kl. 13:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Sigríður Ólafsdóttir, formaður,
Dagný Ragnarsdóttir, varaformaður,
Dagbjört Diljá Einþórsdóttir, aðalmaður,
Halldór Pálsson, aðalmaður,
Stella Dröfn Bjarnadóttir, aðalmaður. 

Starfsmenn

Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

1.

Fjallskiladeild Hrútfirðinga að austan - beiðni um rökstuðning vegna fjármagns til viðhalds heiðagirðinga - 2406073

 

Lagt fram erindi frá Fjallskiladeild Hrútfirðinga austan þar sem óskað er rökstuðnings á skiptingu fjármagns til viðhalds heiðargirðinga á 210. fundi landbúnaðarráðs. Óskar fjallskilastjórnin eftir rökstuðningi á því af hverju fjármagn til viðhalds heiðagirðinga í Hrútafirði sé ekki hærra miðað við lengd girðinga deildarinnar.

Landbúnaðarráð þakkar fyrir erindið, en úthlutun ársins 2024 hefur þegar verið samþykkt af sveitarstjórn. Þegar litið er til úthlutunar fjármagns til viðhalds girðinga er litið annars vegar til lengdar girðinga og hins vegar til áætlaðrar viðhaldsþarfar út frá fyrirséðu ástandi girðinga, sem er metið út frá rökstuðningi sem fylgir styrkbeiðnum. Jafnframt er reynt eftir fremsta megni að taka mið af veðurfræðilegum þáttum og snjóalögum næstliðins vetrar. Því er það landbúnaðarráði nauðsynlegt að fá sem nákvæmastar greinargerðir og lýsingar á fyrirhuguðum girðingaframkvæmdum með styrkbeiðnum hvers árs.

Landbúnaðarráð beinir því til fjallskilastjórna að hafa styrkbeiðnir sínar fyrir árið 2025 ítarlegar svo auðveldara sé að lesa úr þeim nákvæma stöðu á viðhaldsþörf heiðagirðinga fjallskiladeildanna.

 

   

2.

Skipting fjármagns til viðhalds styrkvega - 2406059

 

Vegagerðin hefur upplýst að fjármagn þeirra til úthlutunar styrkvega í Húnaþingi vestra sé kr. 2.000.000 árið 2024. Landbúnaðarráð felur sveitarstjóra að kalla eftir rökstuðningi frá Vegagerðinni á framlaginu til Húnaþings vestra, sem verður að teljast óeðlilega lágt m.v. umfang styrkvega í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra er jafnframt falið að kalla eftir heildarlista úthlutana framlaga Vegagerðarinnar til sveitarfélaganna úr styrkvegapottinum árið 2024.
Framlag til styrkvega samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er kr. 1.800.000. Samtals eru því kr. 3.800.000 til úthlutunar þegar kr. 6.800.000 voru til úthlutunar árið 2022, en þá var framlag ríkisins kr. 5.000.000. Því er hér verið að skerða styrkvegaframlög til sveitarfélagsins annað árið í röð.
Eftirfarandi tillaga um skiptingu fjármagnsins var samþykkt samhljóða:
a) Til afréttavega á Víðidalstunguheiði kr. 1.600.000.
b) Til afréttavega í Miðfirði kr. 1.200.000.
c) Til afréttavega í Hrútafirði austur kr. 700.000.
d) Til vegar ofan Hvammstanga upp á Vatnsnesfjall kr. 300.000.
Fjallskilastjórnir sjá um framkvæmdir við styrkvegi á sínum svæðum. Landbúnaðarráð samþykkir samræmt gjald vegna vinnu við styrkvegina í sveitarfélaginu, þar sem gjald fyrir dráttarvél með vagni og manni verði að hámarki kr. 17.800 pr.klst. með vsk. Vinnu við styrkvegina skal vera lokið fyrir fyrstu göngur og lokafrestur til að skila inn reikningum vegna vinnunnar er 15. október nk. Fjallskilastjórnir skulu jafnframt skila greinargerð um framkvæmdir ársins til sveitarstjóra.

 

   

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 13:46.

Var efnið á síðunni hjálplegt?