1. fundur

1. fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 23. október 2018 kl. 18:30 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Elín R. Líndal, formaður, Gunnar Þorgeirsson, aðalmaður, Gunnar Örn Jakobsson, aðalmaður.    

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Dagskrá:

  1. Erindisbréf
  2. Staða verkefna
  3. Viðhaldsframkvæmdir 2019
  4. Önnur mál

 

Afgreiðslur:

  1. Farið yfir erindisbréf ráðsins. 
  2. Rætt um stöðu verkefna og hvað er framundan.  Skúli Húnn Hilmarsson hefur unnið samantekt á því sem útaf stendur vegna hitaveituframkvæmda 2014 – 2017.  Ljóst er að töluverð frágangs vinna er eftir  og verður gengið í máli um leið og tækifæri gefst til.  Borun á tilraunaholu á Reykjatanga er fyrirhuguð um miðjan nóvember, malarpúði er tilbúinn, framkvæmdarleyfi liggur fyrir og búið er að setja út borholuna.  Verið er að huga að varaafli fyrir dælustöðvar hitaveitunnar, vélar hafa verið pantaðar og er áætlun um að verði tilbúið um áramótin.  Vinna við lagnir í Lindarvegi er á lokastigi.
  3. Kostnaðaráætlun vegna endurnýjun elstu/eldri heimtauga á Hvammstanga unnin af Braga Þ. Haraldssyni hjá verkfræðistofunni Stoð efh. liggur fyrir.  Stefnt er að útboði fyrir Hlíðarveg, Melaveg, Hjallaveg, og Garðaveg snemma á næsta ári.  Umfang fer eftir því fjármagni sem fæst á fjárhagsáætlun vegna ársins 2019.  Ákveðið að ræða við Ríkiskaup um gerð útboðsgagna.
  4. Önnur mál:
    1. Ákveðið að reglulegir fundir veituráðs verði síðasta þriðjudag í hverjum mánuði

 Fundi slitið kl. 19:49

Var efnið á síðunni hjálplegt?