Afgreiðslur:
1. Staða framkvæmda í Melahverfi. Veitustjóri segir frá því að framkvæmdir vegna endurnýjunar hitaveitulagna hafi hafist við Melaveg í Melahverfi í síðustu viku og gengur prýðilega. Ástand núverandi lagna er síst betra en búist hafi verið við.
2. Undirbúningur vegna fyrirhugaðrar lagningu ljósleiðara á Vatnsnesi gengur vel. Þátttaka er viðunandi og verið er að vinna að undirbúningi lagnaleiðar sem verður fornleifaskráð í lok júní. Áætlað er að útboðsgögn verði tilbúin um miðjan ágúst.
3. Gjaldskrármál hitaveitu. Veitustjóri leggur fram drög að uppfærðri gjaldskrá. Um er að ræða tiltekt og aukið gegnsæi. Teknar hafa verið út upphæðir sem tengjast rennslismælum og heimæðargjöld uppfærð skv. vísitölu byggingarkostnaðar.
Drögin eru samþykkt samhljóða.
4. Önnur mál
a. Veitustjóri ræðir tillögu að viðmiðunargjaldskrá vegna inntaks hitaveitu í dreifbýli sbr. lið 6 í gjaldskrá. Ákveðið að lágmarksgjald verði kr. 1.399.710 m/vsk.
b. Veitustjóri leggur fram kostnaðaráætlun vegna hitamælingar í holu RS-15 á Reykjum í Hrútafirði. Áætlaður kostnaður er um 400þ. Veitustjórn samþykkir áætlunina og felur veitustjóra að vinna málið áfram.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:42