12. fundur

12. fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 23. júlí 2019 kl. 16:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Elín R. Líndal, formaður, Gunnar Þorgeirsson, aðalmaður og Gunnar Örn Jakobsson, aðalmaður.    

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri
Þorsteinn Sigurjónsson, veitustjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Afgreiðslur:

1.  Staða framkvæmda hitaveitu í Melahverfi.
Framvinda verksins er góð, búið er að tengja 31 hús af 44.  Skurðum hefur verið lokað á Melavegi og verður skurðum lokað á Hlíðarvegi í næstu viku.  Í framhaldi af því verður frekari frágangur í forgangi.  Áætlað er að hefja framkvæmdir við Hjallaveg um miðjan ágúst. Samhliða því verður hægt að bjóða upp á ljósleiðaratengingar í framhaldinu.

2.  Reykjatangi, hitamæling holu RS-15.
Fyrir fundinum liggur minnisblað frá ÍSOR vegna hitamælingu í holu RS-15 á Reykjum í Hrútafirði þann 25. júní sl.  Þar kemur fram að holan hefur hitnað töluvert frá borun í nóvember sl. þar sem hiti vex mjög hratt niður á 100 m dýpi en síðan er komið niður á ca. 95-98°C kerfishita þar fyrir ofan.  Þetta má einnig sjá í öðrum holum en hitaferillinn í holu RS-15 fellur nánast að hitaferlunum í holum RS-3, -10 og -13. Holur RS-8 og RS-14 sýna hæsta hitann ofan 100 m dýpis. Verið er að skoða hvort mögulegt sé að nota sambyggða dælu og mótor til að dæla upp úr holu RS-14 en verið er að gera tilraunir annars staðar á landinu með þesskonar dælingu.
Samþykkt að kanna möguleika á lagningu ljósleiðara frá Reykjum í Hrútafirði að Óspaksstöðum næsta sumar.

3.  Undirbúningur ljósleiðara á Vatnsnesi og Vesturhópi árið 2020.
Skúli Húnn Hilmarsson kemur inn á fundinn undir þessum lið og fer yfir drög að útboðsgögnum. Eftir á að aðlaga lagnaleiðina að fornminjum sem búið er að skrá á leiðinni og uppfæra teiknisett samkvæmt aðkomu Rarik. 

4.  Önnur mála.     
a)  Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023.
Rætt um áframhald á endurnýjun lagna hitaveitunnar á Hvammstanga, lagningu ljósleiðara, viðhald og rekstur vatnsveitu ásamt skoðun á frekari öflun á köldu vatni í Hrútafirði vestur.  Veitustjóra falið að koma með drög að kostnaðaráætlun vegna fjárhagsáætlunar fyrir fund í lok ágúst. 
b)  Fyrir fundinum liggur yfirlit yfir stöðu tenginga hitaveitu í dreifbýli.  Nokkrir bæir sem skuldbundu sig til að taka inn hitaveitu hafa ekki gert það enn.  Veitustjóra falið að fylgja málinu eftir. 

 Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:03

Var efnið á síðunni hjálplegt?