Afgreiðslur:
1. Reykjatangi hitaveita, afkastmæling á holum RS-14 og RS-15.
Rætt hefur verið við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða um að prufudæla borholur við Reykjatanga í byrjun október, eins og fram kemur í minnisblaði sem lagt var fyrir fundinn.
2. Tilboð í lagningu ljósleiðara á Vatnsnesi og Vesturhópi.
Tilboð í lagningu ljósleiðara voru opnuð 10 september sl. 10 aðilar sóttu útboðsgögn og sjö skiluðu inn tilboðum. Lægsta tilboð var frá Vinnuvélum Símonar ehf. Sauðárkróki.
Eftirfarandi tilboð bárust í Vatnsnes vestur:
Gunnlaugur Agnar Sigurðsson 36.308.992 112,3%
Íslandsgámar ehf. Akranesi 49.492.910 153,1%
Vökvaþjónusta Kópaskers ehf. Kópaskeri 43.682.658 135,2%
Vinnuvélar Símonar ehf. Sauðárkróki 28.177.075 87,2%
Jón Ingileifsson ehf. Svínavatni 40.068.800 124,0%
Steypustöð Skagafjarðar ehf. Sauðárkróki 40.070.750 124,0%
Austfirskir verktakar hf. Egilsstöðum 36.255.750 112,2%
Kostnaðaráætlun Káraborg ehf. 32.319.000 100,0%
Eftirfarandi tilboð bárust í Vatnsnes austur – Vesturhóp:
Gunnlaugur Agnar Sigurðsson 24.244.044 92,8%
Íslandsgámar ehf. Akranesi 37.013.424 141,6%
Vökvaþjónusta Kópaskers ehf. Kópaskeri 32.520.232 124,4%
Vinnuvélar Símonar ehf. Sauðárkróki 23.206.600 88,8%
Jón Ingileifsson ehf. Svínavatni 30.635.520 153,3%
Steypustöð Skagafjarðar ehf. Sauðárkróki 31.033.600 118,7%
Austfirskir verktakar hf. Egilsstöðum 25.908.800 99,1%
Kostnaðaráætlun Káraborg ehf. 26.136.400 100,0%
Öll verð eru með VSK.
Veituráð leggur til að gengið verði til samninga við Vinnuvélar Símonar ehf. sem er með lægstu tilboðin.
3. Melahverfi hitaveita, staða framkvæmda
Fundagerðir verkfunda 6 og 7 frá 2. og 9. september lagðar fram til kynningar. Búið er að tengja öll hús í hverfinu samkvæmt áætlun og var því lokið ágúst. Verið er að ganga frá yfirborði og samkvæmt verksamningi á því að vera lokið um næstu mánaðamót.
4. Hitaveitugjaldskrá, svar Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis
Veituráð leggur til að fallið verði frá hækkun á gjaldskrárlið fyrir gróðurhús. Óskað er eftir að auglýst verði ný gjaldskrá og felldir niður gjaldskrárliðir sem ekki eru í notkun ásamt breytingu á orðalagi gjaldskrár. Veituráð leggur til að gjaldskrá hitaveitu verði óbreytt á næsta ári, a.m.k. þar til rauntölur fyrir 2019 liggja fyrir.
5. Fjárhagsáætlun 2020 frumdrög
Lögð var fram fjárhagsáætlun fyrir veitur vegna ársins 2020.
6. Önnur mál
Skoða þarf möguleika á birtingu rafrænna reikninga hitaveitu.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:45