16. fundur

16. fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 26. nóvember 2019 kl. 16:00 á skrifstofu sveitarstjóra.

Fundarmenn

Elín R. Líndal, formaður, Gunnar Þorgeirsson, aðalmaður og Gunnar Örn Jakobsson, aðalmaður. 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.
Þorsteinn Sigurjónsson, veitustjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Afgreiðslur:
1.   Laugarbakki dæluhús og borhola
Lögð var fram fundargerð stöðufundar veitustjóra með Deili vegna Laugarbakka og kemur þar fram tillaga að plani um nauðsynleg fyrstu skref lagfæringa. Starfsmenn frá Deili komu hingað 22. nóvember og skoðuðu borholu LB-02 og var það viku á undan áætlun. Kom í ljós að dælan virðist hreyfanleg en mótor dælunnar reyndist fastur svo ekki var hægt prófa dælingu. Mótorinn, sem sennilega hefur ekki verið startað síðan 2007, var hífður ofan af dælunni og verður yfirfarinn og prófun framkvæmd síðar. Tankur í dælustöð til aflofturnar var skoðaður og mál tekinn og mun Deilir gera tillögu og tilboð í vatnslás fyrir tankinn.
 
2.   Reykjatangi prufudæling
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða kom með borinn Einráð og prufudældi holu RS-14 sem er skáhola. Þetta var laugardaginn 23. nóvember og reyndist tölvuvert rennsli koma úr holunni. Jarðfræðingur frá ÍSOR kom einnig á staðinn og hafði umsjón með mælingum á rennsli og vatnsborði og er að vinna greinargerð um prófunina og niðurstöður hennar. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar gerðu lagfæringar til að koma bornum fyrir og rennslismælingu. Gera þurfti við tengingu á holu RS-14 við tank svo prufudæling gæti farið fram og einnig var gerð minni háttar lagfæring á tanknum. Það var gert föstudaginn 22. nóvember og þurfti að taka vatn af veitunni á meðan það var gert. Starfsmenn frá Deili sáu um þessar lagfæringar og mun Deilir gera tilboð í endurnýjun búnaðar.
 
3.   Ljósleiðari Vatnsnes
Lögð var fram skýrsla um fornleifaskráningu vegna lagningar ljósleiðara á Vatnsnesi frá Byggðasafni Skagfirðinga sem Guðný Zoëga og Bryndís Zoëga gerðu.
 
4.   Önnur mál
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sendi í gær til umsagnar greinargerð Orkustofnunar vegna kvörtunar Stefáns Ásgeirssonar um of mikla hækkun á verði fyrir heitt vatn hjá Hitaveitu Húnaþings vestra. Greinargerðin var lögð fram til kynningar og verður send inn umsögn.
 
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:54
Var efnið á síðunni hjálplegt?