17. fundur

17. fundur Veituráðs haldinn miðvikudaginn 18. desember 2019 kl. 16:30 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Elín R. Líndal, formaður, Gunnar Þorgeirsson, aðalmaður í síma og Gunnar Örn Jakobsson, aðalmaður. 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.
Þorsteinn Sigurjónsson, veitustjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:

1.   Greinargerð um þrepapróf með loftdælingu á Reykjatanga 4.12.2019.

Lögð var fram greinargerð frá ÍSOR um þrepapróf með loftdælingu á holu RS-14 á Reykjum í Hrútafirði. Heimir Ingimarsson jarðfræðingur ÍSOR hafði umsjón með mælingunum og skrifaði greinargerðina. Eftirfarandi samantekt er í greinargerðinni:

 

  • Þrepaprófun á holu RS-14 þann 23. nóvember 2019 gekk vel og studdi það sem haldið

var fram í borskýrslu að holan gæti gefið 20 l/s í loftblæstri. Holan var prófuð með

stangir á 50 og 75 m dýpi.

  • Miðað við vatnsborðsbreytingar í holunni við mismunandi dælingu er það metið svo

að holan gæti að öllum líkindum staðið undir 10 l/s dælingu til langs tíma.

  • Ólíklegt er að hola RS-14 myndi draga að sér kaldara grunnvatn við hóflega langtímadælingu þar sem jarðhitakerfið nær mjög ofarlega í berggrunninum.
  • Ekki þótti ráðlegt að fara í blástursprófun á holu RS-15 þar sem ólíklegt var að hún

hefði bætt einhverju við sig í afköstum. Í borlok síðla árs 2018 gaf holan um 5 l/s í

loftdælingu með stangir á 200 m dýpi. Hún er því töluvert tregari en hola RS-14.

 

Veitustjóri fundaði með jarðfræðingum ÍSOR Heimi Ingimarssyni og Magnúsi Ólafssyni þann 9.desember. Þá kom fram að nauðsynlegt væri að gera langtíma dæluprófun á RS-14 og miðast það við 3 mánuði. Þyrfti þá að mæla rennsli og vatnsborð og fylgjast líka með vatnsborði í RS-15. Hugsanlegt er að aðalsprungan sé austar en núverandi holur og jafnvel á 400 m dýpi og hugsanlegt væri að bora þar rannsóknarholur.

 

Veituráð lýsir yfir ánægju sinni með árangurinn af þrepaprófuninni og að nægjanlegt vatn virðist vera á svæðinu til að stækka hitaveituna til suðurs í Hrútafirði. Fyrra mat á afköstum holunnar var sjónmat strax eftir borun. Rétt er að taka fram að hola RS-14 er skáhola með 9 gráðu halla og til þess að nýta hana þarf sérstakan sambyggðan dælubúnað sem er með löngum afgreiðslufresti.

 

2.   Önnur mál

Óveðri sem byrjaði þann 10.desember hefur valdið mikilli röskun í sveitarfélaginu og einnig haft í för með sér mikið álag. Þessu hefur fylgt töluverð röskun á rekstri veitna sveitarfélagsins.

A)     Hitaveitan hefur haldist á Hvammstanga og Laugabakka og nágrenni, en verulegar truflanir urðu á hitaveitu í Víðidal, Hrútafirði og innst í Miðfirði. Vegna veðurs hefur verið erfitt um vik að sinna hitaveitunni. Langvarandi rafmagnsleysi og það að fjarskipti lágu niðri hefur hamlað starfsseminni enda lá fjargæsla lengi niðri. Farið var af stað með eldsneyti til að bæta á varastöðvar á miðvikudeginum og þá kom í ljós vandamál í dælustöð á Litla-Ósi. Klaki hafði lokað fyrir ristar til kælingar og búnaður slegið út vegna yfirhita. Þetta hafði keðjuverkun og Víðidalur var þess vagna án hitaveitu. Hitaveitan var komin í fulla starfssemi alls staðar á fimmtudagskvöld en samt urðu truflanir vegna rafmagnstruflana eftir það, þótt styttra væri.

B)     Rafmagnsdæla fyrir vatnsból á Laugabakka fór ekki í gang eftir að rafmagn komst á aftur. Gömul dæla sem átti að vera til vara stoppaði eftir 15 mín. Reynt vara halda vatni á Laugabakka eftir föngum þar til ný dæla fékkst. Slökkvibíll var fenginn til að dæla í tankinn og seinna tankbíll frá Búðardal þar til nýja dælan komst í gang á laugardaginn 14. desember.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:09

Var efnið á síðunni hjálplegt?