Afgreiðslur:
- Laugarbakki og Reykjatangi, endurbætur á búnaði.
Fjallað var um nauðsynlegar endurbætur á búnaði í dæluhúsi á Laugarbakka ásamt lagfæringum á dælum í borholum. Vatnslás verður settur á yfirfall tanks í stöðinni, sem Deilir hefur smíðað og mun sjá um uppsetningu. Einnig stendur til að setja dælu á borholu LB-02 í gang og hafa verið gerðar lagfæringar á búnaði borholunnar.
Tilboð liggur fyrir frá Deili um tvær útfærslur af tafatanki á Reykjatanga sem þarf að endurnýja. Veitustjóri hefur farið yfir útfærslurnar og vill að þetta verði skoðað betur með tilliti til stærðar. Þörfin verður þá metin út frá magni og efnainnihaldi vatnsins og þá sérstaklega gastegunda í vökvanum.
- Lögð fram fundargerð veitna vegna óveðurs í viku 50, 2019
Lögð var fram fundargerð um óveðrið þar sem farið var yfir það gerðist með starfsmönnum Þjónustumiðstöðvar, Rekstrarstjóra og verktaka. Fundurinn var haldinn 19. desember 2019 og var fjallað um rekstur dælustöðva hitaveitunnar meðan rafmagnleysi var og farið yfir eftirköst óveðursins. Einnig var fjallað um vandamál við rekstur vatnsbólsins á Laugarbakka eftir að rafmagn kom aftur á með truflunum og dæla skemmdist.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:00