20. fundur

20. fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 5. maí 2020 kl. 16:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Elín R. Líndal, formaður, Gunnar Þorgeirsson, aðalmaður og Gunnar Örn Jakobsson, aðalmaður. 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri
Þorsteinn Sigurjónsson, veitustjóri

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1.                   Hvammstangi, endurnýjun dreifkerfis hitaveitu 2020

Veitustjóri lagði fram áætlun um endurnýjun á dreifikerfi hitaveitunnar á Hvammstanga. Áætlunin gerir ráð fyrir að veitukerfið og heimæðar verði endurnýjaðar að hluta eða öllu leyti í eftirfarandi götum: Ásbraut 4 hús, Brekkugata 3 hús, Fífusund 15 hús, Garðavegur 10 hús, Lækjargata 2 hús, Mánagata 3 hús, Leikskóli, Lindarbrekka og Ásbrekka. Áætlunin er tvískipt og samtals verða þetta 40 hús. Tilboð hafa borist í efni vegna framkvæmdarinnar. Viðræður eru hafnar um framkvæmd verksins við Agnar Gunnlaugsson, sem sá um framkvæmdina í Melahverfi á síðasta ári. Samþykkt að ganga til samninga við Agnar um framkvæmdina út frá gögnum sem lágu fyrir fundinum.  

2.                  Vatnsnes, lagning ljósleiðara

Vinnuvélar Símonar hefja framkvæmdir við lagningu ljósleiðara á Vatnsnesi í viku 22 (byrjun júní) og áætluð verklok eru í viku 39 (lok september). Í sumar leggur Rarik rafstrengi á Vatnsnesi og bætast við nokkrar ljósleiðaratengingar sem ekki voru í útboði sl. haust. Veitustjóri hefur rætt við Rarik og verður þessi viðbót unnin í samstarfi við þá.  Veituráð leggur til að gengið verið til samninga við Tengil um eftirlit með framkvæmdinni.

3.                  Laugarbakki, lagfæring á borholu LB-02

Búið er að skoða dæluna í borholu LB-02 (varahola) á Laugarbakka, Deilir sá um framkvæmdina. Dælan var hífð upp úr holunni og var hún á rúmlega 60 m dýpi. Veitustjóri skoðaði búnaðinn í starfsstöð Deilis eftir hreinsun. Endurnýja þarf 5-6 efstu dælurörin og eitthvað af öxlum. Kostnaður við uppgerð á gömlu dælunni er 1-1,2 millj.kr. ekki er vitað hversu lengi hún mun endast eftir uppgerð. Búið er að fá tilboð í nýja dælu 2,25 millj.kr. Veituráð samþykkir að keypt verði ný dæla í stað þeirra gömlu.

4.                  Reykjatangi, úttekt á borsvæði

Deilir kom og framkvæmdi úttekt á borsvæði við Reykjatanga og mun gera tillögu að breytingum. Það felur m.a. í staðsetningu á nýjum tank, tengingu við dælur og lagfæringu á lögnum og holutoppum. Veitustjóra falið að gera áætlun um kostnað á þeim breytingum sem þarf að gera á borsvæðinu við Reykjatanga.

5.                  Þróun vatnsnotkunar á Hvammstanga

Veitustjóri fór yfir þróun vatnsnotkunar á Hvammstanga sem hann hefur gert. Töluverð aukning var í vatnsnotkun árið 2019.

6.                  Tetrakerfi og myndavélar á vatnstanki Hvammstanga

Neyðarlínan hefur óskað eftir að reisa stöng á vatnstanknum á Hvammstanga fyrir Tetrasendi ásamt aðstöðu fyrir búnað í tanknum. Veitustjóra er falið að semja um greiðslu við Neyðarlínuna fyrir aðstöðuna. Veitustjóri leggur til að sett verði upp myndavél á tanknum og tengill verði settur á heimasíðu sveitarfélagsins svo hægt verði að skoða myndir af svæðinu. Veitustjóra falið að skoða kostnað við uppsetningu myndavélar.

7.                  Reglugerð fyrir hitaveitu Húnaþings vestra

Lögð voru fram drög að endurskoðaðri útgáfu af reglugerð fyrir hitaveitu Húnaþings vestra. Veituráð samþykkir fyrirliggjandi drög.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:48

Var efnið á síðunni hjálplegt?