Afgreiðslur:
- Tengir, samstarf um ljósleiðara á Vatnsnesi
Veitustjóri gerði grein fyrir viðræðum við Tengir ehf um samstarf við lagningu ljósleiðara á Vatnsnesi. Viðræður hafa gengið vel og aðilar eru að nálgast samkomulag. Farið var yfir þróun viðræðna og þær tölur sem liggja fyrir. Samingsdrög liggja fyrir en eftir er að komast samkomulagi um kostnaðarskiptingu. Veituráð samþykkir fyrir sitt leyti að ganga til samninga við Tengir ehf. með fyrirvara um samþykki byggðarráðs.
2. Endurnýjun hitaveitu, verkáætlun
Lögð var fram verkáætlun fyrir endurnýjun hitaveitu á Hvammstanga 2020 og stöðu framkvæmda. Fyrsti hlutinn er Garðavegur og nágrenni og seinni hlutinn er Fífusund. Búið er að endurnýja lagnir í 1. áfanga frá gatnamótum Hvammstangabrautar að Garðavegi og í Mánagötu. Verið er að leggja ljósleiðararör og síðan verður farið í að ganga frá yfirborði.
3. Laugarbakki, ný dæla fyrir borholu LB-02
Ný dæla var sett niður í borholu LB-02 á Laugarbakka og var hún ræst með nýjum hraðabreyti síðasta föstudag og gekk fram á laugardag. Verið er að tengja varnar- og stýribúnað og verður holan álagsprófuð næstu daga. Áætlun gerir ráð fyrir að ný dæla verði sett í holu LB-03 í viku 29.
Bætt á dagskrá:
4. Reykjatangi
Verið er að undirbúa svæðið fyrir nýjan afloftunartank sem von er á um miðjan júlí, klára þarf frágang svæðisins fyrir haustið.
5. Uppsögn veitustjóra
Þorsteinn Sigurjónsson veitustjóri hefur sagt starfi sínu lausu. Veituráð þakkar Þorsteini vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:05