26. fundur

26. fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 9. febrúar 2021 kl. 16:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Gunnar Þorgeirsson, formaður, Kolbrún Stella Indriðadóttir, aðalmaður og  Gunnar Örn Jakobsson, aðalmaður.  

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri
Benedikt Rafnsson, veitustjóri

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:
1. Vatnsveita, staða og bilanir. Benedikt fer yfir stöðu mála á vatnsveitunni fyrir Hvammstanga. Stærstu truflanirnar eru tengdar Grákollulind og mikilli notkun á vatni sem leiddi til að yfirborð vatnstanks lækkaði og þrýstingsvandamál er á dreifikerfi. Unnið er að bilanaleit og viðgerðum.
2. Hitaveita Húnaþings vestra. Benedikt fer yfir stöðu mála á hitaveitunni. Í kuldanum síðastliðinn mánuð hefur komið fyrir að ákveðin svæði á Hvammtanga hafa misst hitavatnsþrýsting, sem m.a. er rakin til mikillar heitavatnsnotkunar í sundlaug. Veitustjóri fór einnig yfir aðrar rekstrartruflanir á veitunum vegna kuldatíðar.
3. Ljósleiðari Hrútafjörður. Fjarskiptasjóður undirbýr nú fyrir hönd ríkisins lokaúthlutanir á styrkjum til sveitarfélaga á grundvelli verkefnisins Ísland ljóstengt. Sótt hefur verið um til sjóðsins fyrir ljósleiðara í Hrútafirði.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:01

Var efnið á síðunni hjálplegt?