28. fundur

28. fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 6. apríl 2021 kl. 16:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Gunnar Þorgeirsson, formaður, Kolbrún Stella Indriðadóttir, aðalmaður. Gunnar Örn Jakobsson, aðalmaður boðaði forföll.  

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri

Benedikt Rafnsson, veitustjóri

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

1. Ljósleiðari Hrútafjörður. Húnaþing vestra fékk úthlutað 33,5 milljónum króna til lagningu ljósleiðara í Hrútafirði. Verkið verður boðið út í tveim hlutum, annars vegar Heggstaðanes og hins vegar Hrútafjörður suður. Gert er ráð fyrir að útboð verði auglýst í lok apríl og framkvæmdir hefjist í sumar.

2. Endurnýjun hitaveitu í Fífusundi. Lögð voru fram drög að framhaldssamningi við Agnar Sigurðsson um endurnýjun hitaveitu í Fífusundi. Framkvæmdin átti að fara fram á síðastliðnu ári en var frestað. Samningurinn er samhljóða samningi frá síðasta ári með vísitöluhækkun. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í apríl ef veðurfar leyfir. Veituráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi enda rúmast hann innan fjárhagsáætlunar.

3. Endurnýjun stofnlögn frá vatnstanki. Fyrir fundinum lá kostnaðaráætlun fyrir efni og vinnu við endurnýjun stofnlögn frá vatnstanki að Hvammstangabraut að upphæð 3.835 þús.kr. Veitustjóri gerði verðkönnun og lagt er til að samið verði við Leirhús Grétu/Gunnar Þorvaldsson um framkvæmdina. Reiknað með að framkvæmdir hefjist í byrjun júní. Veituráð samþykkir að samið verði við Leirhús Grétu um framkvæmdina enda rúmast hún innan fjárhagsáætlunar.

4. ÍSOR – Efna- og vinnslueftirlit og dæluprófun. Farið var yfir drög að verksamningi um vinnu ÍSOR vegna langtímadæluprófunar á holu RS-14 á Reykjum í Hrútafirði. Einnig var farið yfir drög að verksamningi um vinnslueftirlit hjá Hitaveitu Húnaþings vestra árin 2021-2023. Veituráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningum.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:51

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?