Afgreiðslur:
- Yfirferð framkvæmda, eftirlits og bilana á veitusviði árið 2021. Veitustjóri fór yfir stöðuna á framkvæmdum, eftirliti og bilunum á veitusviði á árinu 2021. Alls voru 102 bilanir og nýframkvæmdir. Þar af 44 hjá hitaveitu, 32 hjá vatnsveitu, 12 í fráveitu, 10 nýframkvæmdir og 5 önnur verkefni. Farið var yfir alvarleika bilana þar voru 30 bilanir í efsta alvarleikastigi, 30 í næst efsta alvarleikastigi og 42 minniháttar bilanir.
- Fyrirhugaðar framkvæmdir árið 2022. Veitustjóri fór yfir fyrirhugaðar framkvæmdir árið 2022. Vatnsveita: Endurnýjun neysluvatnslagna í Norðurbraut (frá Hlíðarvegi að Hvammavegi) samhliða malbikun hjá Vegagerðinni. Setja á upp þrjá brunahana á Hvammstanga og leita eftir neysluvatni fyrir Reykjatanga.
Hitaveita: Hönnun og endurnýjun á aðalrafmagnsskáp í dælustöð á Laugarbakka. Setja á upp þrjár nýjar varaaflsstöðvar í dæluhúsum í dreifbýli. Hönnun og kostnaðargreining á stækkun hitaveitu í Hrútafirði. Fráveita: Endurnýjun lagna í Norðurbraut samhliða malbikun á götu.
3.Eftirlit á inntökum í eigu Húnaþings vestra. Veitustjóri telur nauðsynlegt að reglulegt eftirlit sé með inntökum hjá viðskiptavinum hita- og vatnsveitu svo hægt sé að fyrirbyggja mögulegt tjón af völdum leka. Veituráð felur veitustjóra að koma á reglulegu eftirliti á inntökum hita- og vatnsveitu og tilkynna notendum áður en til eftirlits kemur.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:03.