Afgreiðslur:
1. Kynning frá Orkustofnun – Veitur og varmadælur. Ragnar K. Ásmundsson, Benedikt Guðmundsson og Sigurður Ingi Friðleifsson frá Orkustofnun sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Kynntu þeir verkefnið veitur og varmadælur, sem Orkusjóður stendur að. Veituráð þakkar greinargóða kynningu.
2. Yfirferð framkvæmda, eftirlit og bilanir á veitusviði. Veitustjóri fór yfir stöðuna á framkvæmdum, eftirliti og bilunum á veitusviði. Í febrúar voru skráðar tvær bilanir á hitaveitu og ein á neysluvatni.
3. Yfirferð á notkun á hitaveitu árið 2021. Veitustjóri fór yfir notkunina á hitaveitu og gerður var samanburður milli ára. Í ljós kom að heildarnotkunin dróst saman um 6% miðað við árið 2020. Mest dró saman fyrir Hvammstanga um rúm 12% en mesta aukningin var í Borðeyri um tæp 16%. Á öðrum svæðum er notkunin svipuð milli ára.
4. Lagt fram tilboð frá ÍSOR vegna leitar að neysluvatni fyrir Reykjartanga. Farið var yfir drög að verksamningi frá ÍSOR vegna leitar að nýrri neysluvatnslind fyrir Reykjartanga. Afgreiðslu frestað og samþykkt að fá fulltrúa ÍSOR á næsta fund veituráðs.
5. Lagt fram tilboð frá T.T. hönnun ehf. vegna hönnunar á rafmagnstöflu í veituhúsi á Laugarbakka. Farið var yfir drög að tilboði og verksamningi frá T.T. hönnun ehf. vegna hönnunar á nýrri rafmagnstöflu. Samningurinn fellur innan fjárheimilda veituráðs og samþykkir veituráð hann fyrir sitt leiti. Gunnar Örn Jakobsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
6. Lögð eru fram gögn frá Rúko hf. vegna kaupa á rafstöðvum í dæluhús hitaveitu ásamt kostnaðaryfirliti. Farið var yfir gögnin frá Rúko hf. vegna kaups á litlum rafstöðvum sem nota á sem varaafl í þremum dæluhúsum í dreifikerfi hitaveitu. Verð á rafstöðvunum fellur innan fjárheimilda veituráðs og samþykkir veituráð kaupin fyrir sitt leiti.
7. 2202027 Umsókn frá Hross ehf. Lögð fram umsókn frá Hross ehf. þar sem óskað eftir að tengjast við neysluvatn, hitaveitu og fráveitu vegna nýbyggingar á Eyri. Eyri er utan fráveitukerfis Hvammstanga því þarf eigandi að setja niður rotþró við húsin að öðru leiti er umsóknin samþykkt og veitustjóra falið að svara erindinu.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.17:59