36. fundur

36. fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 5. apríl 2022 kl. 16:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Gunnar Þorgeirsson, formaður, Gunnar Örn Jakobsson, aðalmaður. Kolbrún Stella Indriðadóttir, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri,
Benedikt Rafnsson, veitustjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1. Yfirferð framkvæmda, eftirlit og bilanir á veitusviði. Veitustjóri fór yfir stöðuna á framkvæmdum, eftirliti og bilunum á veitusviði. Í mars var skráð ein bilun hjá hitaveitu.
  2. Neysluvatn á Reykjatanga. Steinþór Níelsson hjá ISOR kom til fundar gegnum fjarfundabúnað. Steinþór fór yfir tillögu að kaldavatnsöflun fyrir Reykjatanga sem ISOR vann ásamt tilboði í verkið. Veitustjóra falið að vinna málið áfram.

Bætt á dagskrá:

   3.  4. desember nk. verða 50 ár frá því Hitaveita Húnaþings vestra tók til starfa. Veituráð felur veitustjóra og sveitarstjóra að skoða möguleika á að gera þessum tímamótum skil.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.17:36

Var efnið á síðunni hjálplegt?