38. fundur

38. fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 13. september 2022 kl. 16:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Gunnar Þorgeirsson, formaður, Gunnar Örn Jakobsson, varaformaður og Ármann Pétursson, aðalmaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri, Benedikt Rafnsson, veitustjóri.

Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir,

Formaður óskaði eftir að tekið yrði á dagskrá undir 4. lið, Tenging Víðigerðis við hitaveitu í Víðidal. Samþykkt samhljóða.

Afgreiðslur:

1. Yfirferð framkvæmda, eftirlit og bilanir á veitusviði.

Benedikt Rafnsson,veitustjóri fór yfir stöðu framkvæmda, eftirlit með veitukerfum og bilanir á veitusviði. Litlar bilanir undanfarið fyrir utan rafmagnsleysi sem ekki hefur valdið fleiri bilunum. Kaldavatnsleki fannst við framkvæmdir á Norðurbraut sem greinilega hafði verið mjög lengi. Viðgerð á lekanum leiddi til aukins rennslis í lögninni. Framkvæmdir við Norðurbraut langt komnar, verið að tengja síðustu fráveitutengingar.

2. Beiðni frá sláturhúsi KVH um sverari neysluvatnslögn.
Veitustjóri leggur fram valkosti við verkið. Honum falið að taka upp samtal við SKVH um þörf og áætla kostnað.

3. Kostnaðaráætlun vegna hitaveitu í Hrútafirði-suður
Veitustjóri lagði fram fyrstu drög að kostnaðaráætlun vegna skoðunar á hitaveitu í Hrútafirði-suður, sem unnin var af Braga Þór Haraldssyni hjá Stoð. Veitustjóra er falið að ítreka beiðni um útreikninga Orkustofnunar á hugsanlegum niðurgreiðslum og vinna málið áfram.

4. Tenging Víðigerðis við hitaveitu í Víðidal.
Fyrir liggur beiðni frá Víðigerði um tengingu við hitaveitu í Víðidal. Veituráð samþykkir beiðnina. Veitustjóra falið að vinna málið áfram.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.17:48

Var efnið á síðunni hjálplegt?