4. fundur

4. fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 27. nóvember 2018 kl. 16:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Elín R. Líndal, formaður, Gunnar Þorgeirsson, aðalmaður, Gunnar Örn Jakobsson, aðalmaður.    

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Dagskrá:

  1. Borun á Reykjatanga
  2. Uppgjör á heimæðargjöldum hitaveitu 2015-2017

 

Afgreiðslur:

1.  Borun á Reykjatanga.

Ekki hefur fundist heitt vatn við borun á holu RS-15 og hefur sérfræðingur frá Ísor ráðlagt að borun verði hætt þar sem engar vísbendingar um að vatn muni finnast þó farið verði dýpra.  Skoðað verður í framhaldinu með borun á holu RS-13.

2.  Uppgjör á heimæðargjöldum hitaveitu 2015-2017

Fyrirliggjandi er uppgjör á heimæðargjöldum hitaveitu vegna framkvæmda 2015-2017.  Ákveðið að fresta afgreiðslu reglna um tengigjöld í dreifbýli og úthlutun styrkja frá Orkustofnun til næsta fundar.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:35

Var efnið á síðunni hjálplegt?