Gunnar Þorgeirsson formaður setti fund.
Afgreiðslur:
- Úthlutun lokastyrkja til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli í Húnaþingi vestra 2023.
Úthlutunin var auglýst þann 16. apríl 2023 með umsóknarfresti til 11. maí 2023. Þrjár umsóknir bárust sem allar uppfylltu þau skilyrði sem sett voru í úthlutunarreglum.
Styrkfjárhæð miðast við 80% af heildarkostnaði skv. kostnaðaráætlun.
Eftirfarandi sóttu um styrki:
Sauðfjárbúið Ytra Hólmi sf., vegna tengingar á Efri-Fossi, styrkur að hámarki kr. 2.192.000.
Veituráð samþykkir styrkveitingu með þremur atkvæðum.
Gunnar Örn Jakobsson vék af fundi kl. 16:04
Heiða Heiler, vegna tengingar á Sæbóli, styrkur að hámarki kr. 441.497.
Veituráð samþykkir styrkveitingu með tveimur atkvæðum.
Gunnar Örn Jakobsson kom aftur til fundar kl. 16:08
Ármann Pétursson vék af fundi kl. 16:08
Nína Axelsdóttir, vegna tengingar á Galtarneslandi, styrkur að hámarki kr. 180.000.
Veituráð samþykkir styrkveitingu með tveimur atkvæðum.
Ármann Pétursson kom aftur til fundar kl. 16:10.
Sveitarstjóra er falið að ganga til samninga við umsækjendur í samræmi við framangreint. Í samningi komi fram að um hámarks styrkfjárhæð er að ræða. Ef kostnaður við verkið reynist minni en áætlanir gerðu ráð fyrir skv. framlögðum reikningum lækkar styrkfjárhæð í samræmi við raunkostnað.
2. Minnisblað vegna blæðinga hitaveituvatns. Sveitarstjóri leggur fram drög að minnisblaði vegna gjaldtöku notkunar á blæðingu hitaveitu. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
3. Niðurstaða útboðs á vinnu við vatnslögn frá Hvammstanga að Laugarbakka. Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:45.